Íþróttamiðstöð og sundlaug
Í Íþróttamiðstöðinni Borg má finna sundlaug, heita potta, gufubað, líkamsræktaraðstöðu og íþróttasal með öllum helstu tækjum og tólum til að stunda hinar ýmsu íþróttir. Hægt er að leigja íþróttasalinn í skemmri eða lengri tíma og er það gjaldfrjálst fyrir þá sem eiga árskort í íþróttamiðstöðina. Það er því tilvalið fyrir fjölskyldur eða vini að hittast og sprikla saman í íþróttasalnum sem er vel útbúinn.
Íþróttamiðstöðin Borg - Opnunartími
Vetraropnun
18. ágúst – 1. júní
Mánudaga – föstudaga kl. 9:30-21:30
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-18:00
Sumaropnun
1. júní - 18. ágúst
Mánudaga - fimmtudaga kl. 10:00 - 21:30
Föstudaga, laugardaga og sunnudaga 10:00 - 18:00
Hátíðaropnanir auglýstar nánar á gogg.is
Íþróttamiðstöðin Borg - Gjaldskrá
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg verður eftirfarandi árið 2026:
Sund, ræktarsalur, íþróttasalur 18-67 ára
Stakt gjald: 1.500.- kr.
10 miðar: 7.000.- kr.
Árskort: 25.000.- kr. (aðgangskort til að nota ræktarsal utan opnunartíma 5.000.- kr. til viðbótar)
Sund, ræktarsalur, íþróttasalur börn
0-9 ára: frítt
10 – 17 ára
Stakt gjald: 500.- kr.
10 miða kort: 3.000.- kr.
Árskort: 14.000.- kr.
Aldurstakmark í ræktarsal: 14 ára á árinu.
Sund, ræktarsalur, íþróttasalur eldri borgarar 67+
Stakt gjald: 350.- kr.
10 miða kort: 1.900.- kr.
Árskort: 4.900.- kr.
Sund, ræktarsalur, íþróttasalur öryrkjar
Frítt
Íþróttasalur
Leiga á sal hópur 1 klst: 5.000.- kr.
Leiga á sal hópur 4 klst: 14.000.- kr.
Hópviðburðir, barnaafmæli, dagsleiga/sólarhringsleiga: Verðtilboð, hafa samband við forstöðumann (agnar@gogg.is)
Leiga á sundfötum og handklæði: 1.200.- kr.
Leiga á sundfötum: 800.- kr.
Leiga á handklæði: 800.- kr.
Sturta: 800.- kr.
Þátttakendur í hópatímum í líkamsræktarsal eða sundlaug þurfa að hafa aðgang að íþróttamiðstöðinni.
Fyrir þjálfara: Verð á námskeiðum og hópatímum í ræktarsal, íþróttasal eða sundlaug: 5.000.- kr. á mánuði fyrir aðgang að rými og aðstöðu.