Fara í efni

Íþróttamiðstöð og sundlaug

ÍþróttamiðstöðÍ Íþróttamiðstöðinni Borg má finna sundlaug, heita potta, gufubað, líkamsræktaraðstöðu og íþróttasal með öllum helstu tækjum og tólum til að stunda hinar ýmsu íþróttir. Hægt er að leigja íþróttasalinn í skemmri eða lengri tíma og er það gjaldfrjálst fyrir þá sem eiga árskort í íþróttamiðstöðina. Það er því tilvalið fyrir fjölskyldur eða vini að hittast og sprikla saman í íþróttasalnum sem er vel útbúinn.

 

 

Íþróttamiðstöðin Borg  - Opnunartími

Vetraropnun
18. ágúst – 1. júní
Mánudaga – föstudaga kl. 9:30-21:30
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-18:00

Sumaropnun
1. júní - 18. ágúst
Mánudaga - fimmtudaga kl. 10:00 - 21:30
Föstudaga, laugardaga og sunnudaga 10:00 - 18:00

Hátíðaropnanir auglýstar nánar á gogg.is

Hætt er að hleypa ofan í laugina  20 mínútum fyrir lokun.

Íþróttamiðstöðin Borg - Gjaldskrá

Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg verður eftirfarandi árið 2026:

Sund, ræktarsalur, íþróttasalur 18-67 ára
Stakt gjald: 1.500.- kr.
10 miðar: 7.000.- kr.
Árskort: 25.000.- kr. (aðgangskort til að nota ræktarsal utan opnunartíma 5.000.- kr. til viðbótar)

Sund, ræktarsalur, íþróttasalur börn
0-9 ára: frítt

10 – 17 ára
Stakt gjald: 500.- kr.

10 miða kort: 3.000.- kr.
Árskort: 14.000.- kr.
Aldurstakmark í ræktarsal: 14 ára á árinu.

Sund, ræktarsalur, íþróttasalur eldri borgarar 67+
Stakt gjald: 350.- kr.
10 miða kort: 1.900.- kr.
Árskort: 4.900.- kr.

Sund, ræktarsalur, íþróttasalur öryrkjar
Frítt

Íþróttasalur
Leiga á sal hópur 1 klst: 5.000.- kr.
Leiga á sal hópur 4 klst: 14.000.- kr.

Hópviðburðir, barnaafmæli, dagsleiga/sólarhringsleiga: Verðtilboð, hafa samband við forstöðumann (agnar@gogg.is)

Leiga á sundfötum og handklæði: 1.200.- kr.
Leiga á sundfötum: 800.- kr.
Leiga á handklæði: 800.- kr.
Sturta: 800.- kr.

Þátttakendur í hópatímum í líkamsræktarsal eða sundlaug þurfa að hafa aðgang að íþróttamiðstöðinni.

Fyrir þjálfara: Verð á námskeiðum og hópatímum í ræktarsal, íþróttasal eða sundlaug: 5.000.- kr. á mánuði fyrir aðgang að rými og aðstöðu.

Síðast uppfært 9. janúar 2026
Getum við bætt efni þessarar síðu?