Fara í efni

Hitaveita

Hitaveita Grímsness- og Grafningshrepps er sjálfstætt fyrirtæki, sem Grímsnes- og Grafningshreppur á og starfrækir. Tilgangur hitaveitunnar er að afla, selja og veita heitu vatni um orkuveitusvæði sitt og reka aðra þá starfsemi sem því tengist. Orkuveitusvæði hitaveitunnar er svæðið á Borg og næsta nágrenni.

Til að áhleyping hitaveitu geti farið fram þarf eftirtalið að vera uppfyllt:

  • Heimæðagjald frágengið.
  • Hita- og neysluvatnskerfi fullfrágengið.
  • Frárennslisbúnaður í jörðu fullgerður.
  • Tengiskápur uppfylli kröfur veitunnar.
  • Aðgengi að tengiskáp tryggt. Tengiskápurinn skal vera vel aðgengilegur og ekki er heimilt að byggja yfir hann eða hindra aðgengi. Ávallt er krafa um tengiskáp og er hemill ekki tengdur inni í húsi.
  • Húseigandi leggur einangraða hitaveitulögn að lóðarmörkum frá tengiskáp. Hitaveitan getur lagt lögnina gegn gjaldi skv. gjaldskrá.

 

Frekari upplýsingar um skilmála og tengingar veitir Ragnar Guðmundsson, ragnar@gogg.is.

Síðast uppfært 29. apríl 2021