Fara í efni

Hitaveita

Hitaveita Grímsness- og Grafningshrepps er sjálfstætt fyrirtæki, sem Grímsnes- og Grafningshreppur á og starfrækir. Tilgangur hitaveitunnar er að afla, selja og veita heitu vatni um orkuveitusvæði sitt og reka aðra þá starfsemi sem því tengist. Orkuveitusvæði hitaveitunnar er svæðið á Borg og næsta nágrenni.

Til að áhleyping hitaveitu geti farið fram þarf eftirtalið að vera uppfyllt:

  • Heimæðagjald frágengið.
  • Hita- og neysluvatnskerfi fullfrágengið.
  • Frárennslisbúnaður í jörðu fullgerður.
  • Tengiskápur uppfylli kröfur veitunnar.
  • Aðgengi að tengiskáp tryggt.

 

Frekari upplýsingar um skilmála og tengingar veitir Ragnar Guðmundsson, ragnar@gogg.is.

Síðast uppfært 5. febrúar 2021