Fara í efni

Hitaveita

Hitaveita Grímsness- og Grafningshrepps er sjálfstætt fyrirtæki, sem Grímsnes- og Grafningshreppur á og starfrækir. Tilgangur hitaveitunnar er að afla, selja og veita heitu vatni um orkuveitusvæði sitt og reka aðra þá starfsemi sem því tengist. Orkuveitusvæði hitaveitunnar er svæðið á Borg og næsta nágrenni.

Athuga skal að til að tengjast hitaveitunni skal inntak vera um skáp utanhúss og skal skápur vera uppsettur þegar hleypt er á lögn. Frekari upplýsingar um skilmála og tengingar veitir Ragnar Guðmundsson, ragnar@gogg.is.

Síðast uppfært 23. nóvember 2020