Fara í efni

Geðrækt - þemað í vetur

Í vetur er þemað okkar í heilsueflandi samfélagi geðrækt og við leggjum áherlsu á verkefni tengd henni.

Geðrækt er ekki síður mikilvæg en líkamrækt til að halda góðri heilsu. Góð geðheilsa þýðir m.a. að okkur líður yfirleitt vel, höfum jákvætt viðhorf og erum fær um að mynda tengsl við aðra.

Til eru ýmsar leiðir til að efla geðheilsuna en þar á meðal eru Geðorðin tíu sem eru góð áminning um litla hluti sem geta hjálpað.

Síðast uppfært 30. nóvember 2021