Fara í efni

Þema ársins 2023 er Heilbrigðir lifnaðarhættir og sjálfbærni

Árið 2023 er þemað okkar í heilsueflandi samfélagi heilbrigðir lifnaðarhættir og sjálfbærni og við leggjum áherlsu á verkefni tengd því.

Heilbrigðir lifnaðarhættir og sjálfbærni er eitthvað sem allir ættu að reyna að tileinka sér og við munum gera okkar besta til að hvetja fólk áfram og finna leiðir til að gera fólki það auðveldara. 

Heilbrigðir lifnaðarhættir snerta flest allt sem við gerum í lífinu og allt hefur áhrif. Þannig getum við valið að hreyfa okkur eitthvað alla daga, borða skynsamlega, sofa nóg og neyta síður efna sem haf neikvæð áhrif á heilsu og margt fleira til að hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar. 

Sjálfbærnin í þessu þema getur falið margt í sér, bæði hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Eitt af því sem sveitarfélagið ætlar að gera samhliða þessu þema er að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Þemu eftir árum:

2023 Heilbrigðir lifnaðarhættir og sjálfbærni
2024 Hreyfing og útivera
2025 Næring

 

Síðast uppfært 31. janúar 2023