Fara í efni

Styrkir vegna veghalds í frístundabyggðum

Sveitarstjórn veitir árlega styrki til vegna veghalds í frístundabyggðum sveitarfélagsins. 

Í veghaldi felst að halda akstursleiðum innan viðkomandi frístundahúsabyggðar aksturshæfum, t.d. með ofaníburði, heflun, lagningu slitlags eða snjómokstri. Í veghaldi felast ekki nýframkvæmdir í vegagerð á viðkomandi svæðum, nema viðkomandi framkvæmd sé gerð flóttaleiðar samkvæmt deiliskipulagi.

Tímabil styrkveitinga skal vera frá 16. september til 15. september. Aðeins er hægt að sækja um styrki vegna framkvæmda sem hafa átt sér stað á því tímabili, og skal úthlutun styrkja fara fram í október ár hvert. Umsóknir skulu berast skrifstofu sveitarfélagsins í síðasta lagi 15. september.

Þær upplýsingar sem fylgja umsókninni til Grímsnes- og Grafningshrepps eru aðeins notaðar til þess að greiða út styrkinn og ákvarða hvort að viðkomandi eigi rétt á styrknum. Upplýsingarnar eru ekki notaðar í öðrum tilgangi og þeim ekki deilt til þriðja aðila.

Síðast uppfært 1. mars 2023