Fara í efni

Leikfélög

Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru starfrækt tvö leikfélög, Leikfélag Sólheima og Leikfélagið Borg.

Leikfélag Sólheima

Leikfélag Sólheima er með elstu áhugamannaleikfélögum landsins og var stofnað árið 1931. Formaður félagsins er Hallbjörn Rúnarsson og eru fastir félagar 15-20 manns en algengt að um 30-40 einstaklingar komi að hverri sýningu. Leikfélagið er blandað leikfélag fatlaðra og ófatlaðra. Frumsýning er alltaf sumardaginn fyrsta og sýningar um sex talsins.

Leikfélagið Borg

Leikfélagið Borg var endurvakið þann 27. apríl 2015. Formaður félagsins er Guðný Tómasdóttir. Það eru rúmlega 40 félagar. Stefna leikfélagsins er að setja upp verk annað hvert ár. Sýningar sem hafa verið sýndar; Er á meðan er 2016, Svefnlausi brúðguminn 2017 og Rjúkandi ráð 2019.
Leikfélagið tekur líka alltaf þátt með litla leiksýningu á Grímsævintýrum og er með námskeið fyrir börn og unglinga í vikunni á undan. Til að gerast félagi er hægt að senda tölvupóst eða hafa samband við einhvern úr stjórninni. Netfangið hjá leikfélaginu er leikfelagidborg@gmail.com. Hægt er að finna Leikfélagið Borg á Facebook.

 

 

Síðast uppfært 28. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?