Kvenfélag Grímsneshrepps
Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24. apríl 1919.
Út er komin saga félagsins; "Kvennanna kjarkur og þor", sem er órjúfanlegur hluti af sveitarfélaginu.
Kvenfélagskonurnar eru tæplega 50 talsins á öllum aldri.
Félagið er mjög virkt og heldur fjóra fasta fundi á ári hverju, auk þeirra sér félagið um Grímsævintýrin sem haldin eru árlega laugardaginn eftir verslunarmannahelgi, jólabingó, námskeið ýmiskonar, heldrimanna ferð svo fara félagskonur í haustferð, í leikhús og í ferðir erlendis svo að dæmi séu tekin.
Hægt er að hafa samband við kvenfélagið með tölvupósti á netfangið kvenfel@gmail.com
Til að ganga í kvenfélagið er hægt að mæta á fundi og /eða hnippa í næstu kvenfélagskonu og vera með.
Stjórn félagsins 2020:
Formaður: Laufey Guðmundsdóttir, Selfoss, s. 863-7218.
Ritari: Jóhanna Þorvaldsdóttir, Selfossi
Gjaldkeri: Hildur Magnúsdóttir, Stóru Borg
Varastjórn:
Ragna Björnsdóttir, Stangalæk
Sigríður Jónsdóttir, Kópavogi
Friðsemd Erla Þórðardóttir, Selfossi