Fara í efni

Algengar spurningar

Hér má finna algengar spurningar sem berast okkur á skrifstofu sveitarfélagsins.

Hvenær er Gámastöðin á Seyðishólum opin?

Vetraropnun gámasvæðis (1. september - 30. apríl)
Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13 – 15.
Laugardaga frá kl. 13 – 16.

Sumaropnun gámasvæðis (1. maí - 31. ágúst)
Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl.  13 - 16.
Laugardaga frá kl. 10 -16.

Nánari upplýsingar má finna hér

Hvað fæ ég fyrir fasteignargjöldin mín?

Það er misjafnt hvaða gjöld fasteignaeigendur greiða sem tengjast fastegininni þeirra og fer það alfarið eftir þjónustunni sem þeir kaupa af sveitarfélaginu hvaða liðir eru á álagningarseðlinum.
Hér á vefsíðu sveitarfélagsins undir "Stjórnsýsla" má finna liðinn "Fjármál og rekstur" og þar undir má finna upplýsingar um álagningu, útskýringar á álagningarseðli og upplýsingar um fasteignaskatt.

Hvar finn ég upplýsingar um lausar lóðir í sveitarfélaginu?

Á vef sveitarfélagsins undir "Þjónusta" má finna liðinn "Skipulags- og byggingarmál" og þar undir má finna Lausar lóðir og hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa.

 

Hvar eru grenndarstöðvar í sveitarfélaginu?

Hér má sjá kort yfir staðsetningar á grenndarstöðvum.

Grenndarstöðvar

Hvar get ég skoðað teikningar?

Á kortavefnum map.is/sudurland má þar finna margvíslegar upplýsingar úr landupplýsingagrunni, m.a. staðsetningu og teikningar húsa, gildandi skipulag og lausar byggingalóðir. Kortavefurinn er hugsaður íbúum, sumarhúsaeigendum og þjónustuaðilum til upplýsingaöflunar. Með því að opna vefinn og haka í Teikningar af byggingum má skoða teikningar af flestum byggingum í sveitarfélaginu.
Opna kortavef

Hvenær verður rotþróin hjá mér hreinsuð?

Á vef sveitarfélagsins undir "Þjónusta" má finna liðinn "Seyrulosun" og þar undir má finna upplýsinar um það hvenær rotþrær eru hreinsaðar.

Hér má finna upplýsingar um fráveitumál í sveitarfélaginu

Hér má finna upplýsingar um hreinsanir á rotþróm.

 Hvernig sæki ég um heitt / kalt vatn?

Á vef sveitarfélagsins undir "Stjórnsýsla" má finna liðinn "Veitur". Þar undir má finna umsóknir til að sækja um heitt eða kalt vatn.

Síðast uppfært 3. ágúst 2022