Lýðheilsu- og tómstundastyrkur
Grímsnes- og Grafningshreppur veitir foreldri / forráðamanni barna á aldrinum 5 - 18 ára og eldri borgurum 67 ára eldri styrk til að stunda íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarf. Meginreglan skal vera sú að skipulagt tómstundastarf nái yfir 6 vikur samfellt. Hægt er að ráðstafa styrk til greiðslu styttri námskeiða, enda uppfylli námskeiðið önnur skilyrði um styrkhæfi. Að auki geta ungmenni í framhaldsskóla nýtt sér styrkinn til kaupa á árskortum í líkamsræktarstöðvar.
Þær upplýsingar sem fylgja umsókninni til Grímsnes- og Grafningshrepps eru aðeins notaðar til þess að greiða út styrkinn og ákvarða hvort að viðkomandi eigi rétt á styrknum. Upplýsingarnar eru ekki notaðar í öðrum tilgangi og þeim ekki deilt til þriðja aðila.
Reglur um lýðheilsu- og tómstundastyrk
Umsókn fyrir 5-18 ára
Umsókn fyrir eldri borgara
Síðast uppfært 1. mars 2023