Fara í efni

Orkusýning Ljósafossstöð

Orkusýning LjósafossstöðOrkusýningin Orka til framtíðar er staðsett í Ljósafossstöð.
Sýningin er fjölbreytt og fræðandi með sýningaratriðum þar sem gestir geta leyst orku úr læðingi með því að nota eigin þyngd, afl og styrk.
Á sýningunni geta gestir kynnst því hvernig Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr vatni, jarðvarma og vindi og virkjar þannig krafta náttúrunnar til að knýja allt frá snjallsímum og eldavélum til stórra álvera.

Orka til framtíðar
Ljósafossstöð, Sogssvæði
801 Selfoss
Heimasíða: Orka til framtíðar

Opnunartími 10:00 - 17:00 alla daga.

Síðast uppfært 11. september 2019
Getum við bætt efni síðunnar?