Fara í efni

Skólastefna

Grímsnes- og Grafningshreppur starfrækir einn sameinaðan leik- og grunnskóla, Kerhólsskóla á Borg, fyrir nemendur frá 12 mánaða aldri og upp í 10. bekk.
Skólastefnuna í heild sinni má finna hér til hliðar.

Skólastarfið
-Gleði, jákvæðni og virðing eru hornsteinar farsæls skólastarfs.
-Öflugt samstarf heimila og skóla styrkir skólastarfið og foreldrar hvattir til að taka virkan þátt í starfi og stefnumótun skólans.
-Leitast skal við að hafa upplýsingaflæði milli heimila og skóla ávallt til fyrirmyndar.
-Mikilvægt er að nám sé sniðið að þörfum hvers og eins nemanda og byggi á góðu samstarfi foreldra, nemenda og kennara.
-Áhersla er lögð á að skólinn vinni gegn einelti á öflugan hátt.
-Samfella þarf að vera milli árganga í skólanum og stuðla skal að samveru nemenda á ólíkum aldri.
-Gott samstarf milli allra hagsmunaaðila; skóla, heimila, félagasamtaka og fyrirtækja í sveitinni sem og við skóla nærliggjandi sveitarfélaga.
-Sveitarfélagið leggur áherslu á að kennarar hafi kennsluréttindi og að endurmenntun starfsmanna sé virk. Fjölbreytt endurmenntun eflir og styrkir skóla-starfið.
-Áhersla er lögð á að ljúka skóladögum grunnskóla-deildar fyrir 1. júní ár hvert.
Æskilegt er að haga stundatöflugerð þannig að auðveldara sé fyrir börn að sækja íþrótta- og tómstundastarf utan skóla.

Síðast uppfært 2. apríl 2020
Getum við bætt efni síðunnar?