Fara í efni

Reglur um launakjör og starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og nefndarmanna

Reglur um launakjör og starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grímsnes- og Grafningshrepp byggja á samþykktum um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps 557/2022 með síðari breytingum.

Reglurnar fjalla um þóknun fyrir störf sveitarstjórnarmanna og nær einnig til starfa þeirra fulltrúa sem skipaðir eru af sveitarstjórn í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins.

Markmið með reglum um launakjör og starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grímsnes- og Grafningshrepp er:
a) Að fulltrúar fái laun fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins.
b) Að fulltrúar njóti kjara sem eru sambærileg því sem gerist á almennum vinnumarkaði, í sambærilegum sveitarfélögum og ríkinu.
c) Að kjör fulltrúa séu gagnsæ og endurspegli störf þeirra og ábyrgð í þágu sveitarfélagsins.

Reglur um kjör og starfsaðstæður sveitarstjórnar og nefndarmanna í Grímsnes- og Grafningshreppi

Síðast uppfært 18. júlí 2022