Fara í efni

Fornleifaskráning

Sumarið 1999 hófst skráning fornleifa í Grímsneshreppi. Byrjað var á að safna heimildum um minjastaði í hreppnum öllum og hafa upplýsingar um rúmlega 1100 minjastaði verið færðar á gagnagrunninn ÍSLEIFU.
Þetta voru mun fleiri staðir en reiknað var með í upphafi og að meðaltali um 25 fornleifar á jörð.
Hér má sjá afrakstur fornleifaskráningarinnar í Grímsneshreppi.

FS103-99061 Grímsneshreppur I
Fornleifar á Kaldárhöfða, Efri-Brú, Syðri-Brú, Ásgarði og Miðengi.

FS138-99062 Grímsneshreppur II
Fornleifar á Búrfelli, Hæðarenda, Klausturhólum, Hallkelshólum, Björk, Stóruborg, Fossi, Mýrarkoti, Hraunkoti, Kiðjabergi, Arnarbæli, Vaðnesi, Snæfoksstöðum og Öndverðarnesi.

FS164-99063 Grímsnes III
Fornleifar á jörðum í austurhluta Grímsness auk afréttar.

Síðast uppfært 25. september 2019
Getum við bætt efni síðunnar?