Eldri borgarar
Allir eldri borgarar með lögheimili í sveitarfélaginu eru velkomnir í gjaldfrjálsan mat í mötuneyti Kerhólsskóla.
Hádegisverður hefst klukkan 11:30 og er í boði alla virka daga.
Jafnframt er opið sérstaklega fyrir eldri borgara sveitarfélagsins í Íþróttamiðstöð og er tilvalið að nýta sér aðstöðuna í þar samhliða því að mæta í mat.
Samverustund er haldin mánaðarlega og er viðburður þar sem hægt verður að hittast, spjalla saman, fá lánaðar bækur og ræða daginn og veginn yfir kaffibolla.
Matseðill mötuneytis
Orlofsdvöl
Einu sinni á ári býður sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur eldri borgurum, 67 ára og eldri sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu að eiga notalega dvöl á ákveðnu hóteli ásamt skemmtidagskrá. Ferðin er yfirleitt farin á vordögum.
Lýðheilsu og tómstundastyrkur
Grímsnes- og Grafningshreppur veitir eldri borgurum 67 ára og eldri styrk til að stunda íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarf. Meginreglan skal vera sú að skipulagt tómstundastarf nái yfir 6 vikur samfellt. Hægt er að ráðstafa styrk til greiðslu styttri námskeiða, enda uppfylli námskeiðið önnur skilyrði um styrkhæfi.
Sjá nánar hér.
Íþróttamiðstöðin Borg
Eldri borgarar, 67 ára eldri með lögheimili í sveitarfélaginu geta notað alla aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni Borg án endurgjalds. Í íþróttamiðstöðinni Borg má finna sundlaug, heita potta, gufubað, líkamsræktaraðstöðu og íþróttasal með öllum helstu tækjum og tólum til að stunda hinar ýmsu íþróttir.