Fara í efni

Eldri borgarar

Eldri borgarar með lögheimili í sveitarfélaginu eru velkomnir í mat í mötuneyti Kerhólsskóla, gjald fyrir hverja máltíð er 450 kr. Þeir sem vilja nýta sér hádegisverðinn þurfa að láta skrifstofu sveitarfélagsins vita fyrir fyrsta skiptið þannig að hægt sé að skrá fólk í rafrænt kerfi sem notast er við. Eftir það þarf einungis að skrá kennitölu í spjaldtölvu sem er á gangi á milli skóla og félagsheimilis. Í lok hvers mánaðar er sendur rafrænn reikningur. Hádegisverður hefst klukkan 11:30 og er í boði alla virka daga. 

Jafnframt er opið sérstaklega fyrir eldri borgara sveitarfélagsins í íþróttamiðstöðinni og er tilvalið að nýta sér aðstöðuna í þar samhliða því að mæta í mat.

Eldri borgarar reyna að hittast mánaðarlega, ýmist í gönguferðum eða yfir kaffibolla og er hvert skipti auglýst sérstaklega í Hvatarblaðinu (sem er nú rafrænt á heimasíðunni) og á samfélagsmiðlum.

Matseðill mötuneytis

Matseðill

Orlofsdvöl

Einu sinni á ári býður sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur eldri borgurum, 67 ára og eldri sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu að eiga notalega dvöl á ákveðnu hóteli ásamt skemmtidagskrá. 

 Lýðheilsu og tómstundastyrkur

Grímsnes- og Grafningshreppur veitir eldri borgurum 67 ára og eldri styrk til að stunda íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarf. Meginreglan skal vera sú að skipulagt tómstundastarf nái yfir 6 vikur samfellt. Hægt er að ráðstafa styrk til greiðslu styttri námskeiða, enda uppfylli námskeiðið önnur skilyrði um styrkhæfi. 
Sjá nánar hér.

Íþróttamiðstöðin Borg

Eldri borgarar, 67 ára eldri með lögheimili í sveitarfélaginu geta notað alla aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni Borg án endurgjalds. Í íþróttamiðstöðinni Borg má finna sundlaug, heita potta, gufubað, líkamsræktaraðstöðu og íþróttasal með öllum helstu tækjum og tólum til að stunda hinar ýmsu íþróttir. 

Síðast uppfært 16. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?