Fara í efni

Sorp og endurvinnsla

Sorptunna

Íslenska gámafélagið (ÍGF) sér um sorphirðu í sveitarfélaginu. Við flokkun sorps í Grímsnes- og Grafningshreppi er notast við fjögurra tunnu kerfi. Á hverju heimili er ein tunna fyrir almennt sorp, ein tunna fyrir lífrænan úrgang, ein fyrir pappa og pappír og ein tunna fyrir plast. Mikilvægt er að vandað sé til verka við flokkun en með því næst mikill umhverfislegur ávinningur.
Með því að smella á sorpflokkana hér að neðan má sjá nokkuð ítarlegan lista yfir hvernig flokka skal sorp eftir lit á tunnum. 

 
Inneignarkort fyrir Gámastöðina í Seyðishólum

Allir fasteignaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis fá afhent inneignarkort fyrir Gámastöðina í Seyðishólum. Inneignarkortin eru afhent á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma , mánudaga til fimmtudaga milli 9:00 og 15:00 og á föstudögum milli 9:00 og 12:00.
Kortið virkar þannig að þegar komið er á gámasvæðið er inneignarkortið skannað og starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Undir gjaldskyldan úrgang flokkast timbur, málað timbur og grófur úrgangur. Inneignarkortið inniheldur ákveðið magn punkta en hver punktur er 0,25 rúmmetrar A.T.H ónýttir punktar í árslok fyrnast og færast því ekki yfir á nýtt ár. Starfsmaður á gámasvæði metur magn gjaldskylds úrgangs. Þegar inneignin klárast þá er innheimt samkvæmt gjaldskrá en gjald pr. rúmmetra er kr. 6.500,-. Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi kr. 5.000,-.

Við heimsókn á gámastöðina skal úrgangurinn vera flokkaður, ef ekki er flokkað og erfitt að sjá hverju er verið að henda t.d. ef rusl er í svörtum ruslapokum, þá verður tekið af inneignarkortinu fyrir öllum úrganginum.

Almennt sorp

Í tunnu með gráu loki skal setja óflokkaðan úrgang sem fer til urðunar.

 Dæmi: •Servíettur •Límmiðar •Lyfjaspjöld ál/plast •Einnota hanskar •Gúmmíhanskar •Pennar •Kveikjarar •Óhreinar umbúðir, matarbakkar og óskolaðar fernur •Tyggjó •Dósir •Geisladiskar

Pappír og pappi

Í tunnu með bláu loki skal setja öll blöð og tímarit, skrifstofupappír, sléttan pappa, bylgjupappa og fernur. Fernur þarf að tæma og skola vel með vatni áður en þær eru settar í tunnuna. Allt er sett laust í tunnuna án poka. 

Dæmi: •Dagblöð og tímarit •Umslög og gluggaumslög •Skrifstofupappír •Bæklingar •Hreinar mjólkurfernur •Bylgjupappi •Gjafapappír •Eggjabakkar •Sléttur pappír s.s. morgunkornspakkar

Plastumbúðir

Í tunnu með grænu loki skal setja allar plastumbúðir, svo sem plastpoka, plastdósir og plastbrúsa. Matarítlát þarf að skola með vatni. Allt er sett laust í tunnuna.
Glerílát má alls ekki setja í þessa tunnu vegna slysahættu við flokkun.

Dæmi: •Plastpokar •Plastbrúsar s.s. hreinsiefni •Plastdósir s.s. skyr, ís, smurostur •Plastfilma glær og lituð •Plastumbúðir s.s. utan af kexi og sælgæti •Plastbakkar •Plastbrúsar undan sjampó og sósum •Frauðplastumbúðir •Pokar utan af snakki

Lífrænn úrgangur

Lífrænan úrgang skal setja í brúnu tunnuna.

Rúlluplast

Íslenska gámafélagið sækir rúlluplast með reglulegu millibili á lögbýli í sveitarfélaginu.

Frágangur:
Best er að ganga frá rúlluplasti um leið og það fellur til við gegningar og hrista úr því hey og önnur óhreinindi. Hreint landbúnaðarplast má vera laust eða baggað.
Það má ekki setja landbúnaðarplast inn í stórsekki.
Það er mjög áríðandi að plastið sé hreint og laust við aðskotahluti.

Söfnun:
Gott er að safna plastinu í ker eða grindur og vera búinn að leggja bönd undir. Fergja síðan plastið til að minnka rúmmálið sem mest. Þegar karið/grindin eru full er fargið fjarlægt, bundið yfir og baggi er tilbúinn.

Hirðing:
Plastinu er hlaðið í sérstakan söfnunarbíl sem pressar það saman. Í móttökustöðvum Gámaþjónustunnar ehf. er plastið flokkað frá og pressað í 4-500 kr. bagga og síðan flutt erlendis til endurvinnslu.

Gámasvæðið Seyðishólum

Gámasvæði Grímsnes- og Grafningshrepps er staðsett við Seyðishóla. Á gámasvæðinu er góð aðstaða til að taka á móti flokkuðum og óflokkuðum úrgangi, þar á meðal spilliefnum.

Opnunartími gámasvæðis

Sumaropnun gámasvæðis (1. maí - 31. ágúst)
Þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl.  13 - 16.
Laugardaga frá kl. 10 -16.

Vetraropnun gámasvæðis (1. september - 30. apríl)
Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13 – 15.
Laugardaga frá kl. 13 – 16.

Flokkun sorps á gámasvæði

Sorp til endurvinnslu og förgunar er flokkað á eftirfarandi hátt á endurvinnslustöðinni:
-Hreint timbur
-Málað timbur, spóna- og krossviðarplötur
-Málmar og brotajárn, allt frá niðursuðudósum upp í bifreiðar
-Garðaúrgangur
-Trjágreinar
-Pappír, pappi, dagblöð, tímarit og auglýsingapésar
-Plast
-Kælitæki
-Hjólbarðar
-Raftæki
-Spilliefni ( rafhlöður, rafgeymar, olíuafgangar, málningarafgangar og fleira )
-Óflokkað sorp og óendurvinnanlegur úrgangur

Grenndarstöðvar

Á grenndarstöðvum er hægt að losa sig við flokkaðan heimilisúrgang allan sólarhringinn allt árið um kring.
Hægt er að losa sig við plast - pappa - málm - gler - lífrænan úrgang - almennt heimilisorp - skilaskyldar umbúðir.
Annað skal fara með á Gámastöðina Seyðishólum.

Hvað má fara í gámana á grenndarstöðvunum

Staðsetningar grenndarstöðva

Síðast uppfært 18. júní 2024
Getum við bætt efni síðunnar?