Fara í efni

Ungmennafélagið Hvöt


Ungmennafélagið Hvöt var stofnað 1907 og er því á meðal elstu ungmennafélaga landsins og hið elsta innan HSK.
Formaður félagsins er Guðrún Ása Kristleifsdóttir, ritari er Sigríður Þorbjörnsdóttir og gjaldkeri er Anika Bäcker.

Félagar eru um 100. Til að gerast félagi er hægt að hafa samband við einhvern úr stjórninni eða senda tölvupóst á umfhvot@gmail.com.

Félagið stendur fyrir íþróttaæfingum fyrir börn í sveitarfélaginu í tengslum við skóla og frístundastarf og má þar nefna æfingar í blaki, körfubolta, frjálsum íþróttum og fótbolta. Félagar í Hvöt taka þátt í íþróttamótum á vegum HSK.

Hér má finna facebooksíðu Ungmennafélagsins Hvatar.

Síðast uppfært 18. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?