Fara í efni

Bókasafn Grímsnes- og Grafningshrepps

Nú hefur bókasafnið sem bar heitið Bókasafn Kerhólsskóla verið flutt í stærra rými og því breytt úr skólabókasafni yfir í samsteypusafn sem ætlað er að þjónusta nemendur Kerhólsskóla og aðra íbúa sveitarfélagsins. Hafin er skráning, í bókasafnskerfið Gegni, á skáldsögum og öðru efni sem til var frá fyrri tíð auk nýrra titla. Safnið hefur því fengið nýtt nafn, Bókasafn Grímsnes- og Grafningshrepps.  Vonandi gefst sem flestum tækifæri til þess að nýta sér þjónustu safnsins.
Netfangið er bokasafn@gogg.is
Eldri borgarar eru hvattir til þess að nýta sér það að kíkja við á safninu á mánudögum og fimmtudögum áður en þeir fara og fá sér að borða í hádeginu og svo er kjörið fyrir foreldra að koma við um leið og þeir sækja börnin í leikskólann eða í frístun

Opnunartímar í janúar:
Mán. – 8:15 til 12:00 og 15:30 til 16:30
Þri. – 10:45 til 12:00 og 15:30 til 16:30
Fim.– 12:30 til 13:30 og 15:30 til 16:30

Kvöldopnun:
Fim. 13. jan. frá 19:30 til 21:30
Fim. 20. jan. frá 19:30 til 21:30

Gjaldskrá bókasafnsins árið 2022

Bókasafnskort 18-66 ára, árskort 1.500 kr.

Gjaldfrjálst er fyrir börn 0-17 ára, ellilífeyrisþega og öryrkja.

Millisafnalán, fyrir hvert safngagn 1.000 kr.

Ljósritun og prentun á A4 blaði 30 kr.

Ljósritun á A3 blaði og litprentun 50 kr.

Bókasafnskort hefur gildistíma til eins árs. Ef útlánsgagn glatast eða skemmist hjá lánþega ber honum að bæta safninu skaðann með nýju eintaki sem hann útvegar og greiðir fyrir sjálfur eða greiða skaðabætur er nema innkaupsverði viðkomandi gagns.

Síðast uppfært 29. desember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?