Upplýsingaöryggisstefna
Undirstaða trausts í stafrænum samskiptum byggir á upplýsingaöryggi. Ábyrg og örugg meðferð upplýsinga og gagna er grundvallaratriði í þjónustu Grímsnes- og Grafningshrepps og stuðlar að traustum stafrænum samskiptum íbúa og fyrirtækja við sveitarfélagið.
Trúnaður, áreiðanleiki, aðgengi og rekjanleiki upplýsinga er leiðarljós í upplýsingaöryggi hjá Grímsnes- og Grafningshreppi. Notendur þjónustu sveitarfélagsins eiga ávallt að treysta því að þjónusta sveitarfélagsins sé hönnuð, innleidd og starfrækt með upplýsingaöryggi og vernd persónuupplýsinga að leiðarljósi.
Ítarefni
Síðast uppfært 5. desember 2025