Fara í efni

Seyruhreinsun

Hreinsun rotþróa í Grímsnes- og Grafningshreppi
Rotþrær í Grímsnes- og Grafningshreppi eru hreinsaðar á 3ja ára fresti. Hreinsun er gerð skv. kröfum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar.

Árið 2021 verða hreinsaðar allar rotþrær  á svæði 2: 

Hallkelshólar, Búrfellsvegur, Miðengi, Vaðnes, Snæfoksstaðir og Öndverðarnes.

Græna svæðið á myndinni.

Seyrulosun

 

Vinsamlega athugið:
-Rotþrær verða að vera aðgengilegar fyrir hreinsunaraðila, ef það er mikill gróður þá er gott að merkja staðsetninguna með stöng eða flaggi. Þannig getur hreinsunaraðili gengið til verks þó að enginn sé heima við.
-Gæta þarf þess að hreinsunaraðili komi ekki að lokuðu hliði.
-Gæta þarf þess að fjarlægð frá bíl að rotþró sé ekki lengri en 60 metrar.
-Vinsamlega athugið að hvorki er hægt að segja til um hvenær hreinsunaraðili tæmir né óska eftir ákveðnum hreinsunartíma.

Ef þér finnst eitthvað að rotþrónni eða þú heldur að hún sé full eða stífluð þá fylgja hér leiðbeiningar.
- Fyrst þarf að skoða hvenær rotþróin var heimsótt síðast: 
Hægt er að sjá hvenær rotþróin hjá þér var síðast heimsótt með því að fara inn á  http://www.map.is/sudurland/ skrifa heimilisfang eignar í gluggann uppi í vinstra horninu þar sem stendur; leita í korti. Síðan þarf að haka við fráveita í valglugga hægra megin og þá kemur upp punktur þar sem rotþróin er staðsett og ef ýtt er á punktinn þá koma upp upplýsingar um númer rotþróar og hvenær hún var síðast hreinsuð.
Grænn punktur með rauðum hring þýðir að rotþróin hefur verið hreinsuð, rauður punktur þýðir að ekki hefur verið hægt að hreinsa rotþrónna en blár punktur með rauðum hring þýðir að hreinsunraðilinn er ekki kominn (þetta gildir fyrir svæðið sem verið er að hreinsa, í þessu tilfelli bláa svæðið)..            

Ef það er eru þrjú ár síðan rotþróin var hreinsuð og þú ert ekki staðsett/ur á rauða svæðinu sendu þá tölvupóst á seyra@seyra.is með upplýsingum um heimilisfang eignar og erindi.

Ef það er minna en þrjú ár síðan að rotþróin var hreinsuð þá er haft samband við fagaðila (pípara) til að greina vandann. Hér koma nokkur atriði sem gætu mögulega verið að:
- Ef langt er síðan að bústaðurinn var notaður, þá getur myndast skán efst og þá er hægt að fara með prik og pota ofan í rotþrónna og þá losnar um. (Mögulegt að eigendur geti gert þetta sjálfir)
-Siturbeðið er orðið stíflað og það rennur ekki frá þrónni. (Eign hugsanlega staðsett í mýrlendi og það nær ekki að drena í jarðveginn)
-Rotþróin hefur missigið og hallar að stút inn í þróna.
-Rotþróin er of lítil miðað við þá umgengni/starfsemi sem er í bústaðnum. (Persónueiningar)

Ef fagaðili staðfestir að ekkert sé að rotþró og þar þurfi eingöngu að hreinsa hana sendið þá póst með staðfestingu fagaðila á seyra@seyra.is og óskið eftir aukalosun. Vinsamlega tilgreinið heimilisfang eignar og erindi. 

Ýtið hér fyrir nánari leiðbeiningar um rotþrær og siturlagnir frá Umhverfisstofnun.
Ýtið hér til að fá pdf skjal af upplýsingunum hér fyrir ofan.

Aukahreinsun kostar kr. 45.000,- sem hægt er að losa samhliða annarri losun.
Aukahreinsun sér ferð kr. 110.000,-

Síðast uppfært 12. október 2021
Getum við bætt efni síðunnar?