Fara í efni

Gatnagerðargjald í þéttbýli

Af öllum lóðum og nýbyggingum, hvort sem er á eignarlóðum eða leigulóðum í þéttbýlinu á Borg og Ásborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi skal greiða gatnagerðargjald til sveitarsjóðs samkvæmt gjaldskrá þessari. Um gatnagerðargjald fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda stofngjald vatnsveitu skv. lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, stofngjald fráveitu skv. lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitu nr. 9/2009 og byggingarleyfisgjald skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Gjöld vegna þessa fara eftir viðkomandi gjaldskrám.

Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í þéttbýli á Borg og Ásborgum, svo og til viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja. Skal nota það til greiðslu kostnaðar við undirbyggingu götu með tilheyrandi lögnum, þ.m.t. vegna götulýsingar, lagningar bundins slitlags og gangstétta, gerð umferðareyja, gangstíga og opinna svæða.
Tengi- og heimæðagjöld eru innheimt sérstaklega og ekki innifalin í gatnagerðargjaldi.

Sjá einnig: Lausar lóðir og hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa.

Síðast uppfært 1. apríl 2020