Fara í efni

Húsnæðisáætlun

Grímsnes- og Grafningshrepp ber samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018 að hafa húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Hér er samantekt úr áætluninnni en hana má finna í heild sinni hér hægra megin á síðunni:
Gera má ráð fyrir að íbúum í Grímsnes- og Grafningshreppi fjölgi líklega um að minnsta kosti 55 manns á næstu átta árum. Þessi íbúaspá er varfærin og gerir ráð fyrir mögulega hægari íbúafjölgun á síðari hluta tímabilsins. Til að mæta fjölgun um 55 íbúa er áætlað að byggja þurfi um 21 íbúð. Ef íbúafjölgunin helst í kringum 2% á ári til næstu 8 ára mun íbúum fjölga um kringum 80 manns til ársins 2027 og þörf verða fyrir allt að 31 íbúð. Fylgjast þarf vel með og huga að þörf fyrir félagslegt húsnæði og búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og eldri borgara. 
Í ársbyrjun 2019 eru í sveitarfélaginu í uppbyggingu 13 íbúðarhús með samtals 16 íbúðum. Þar af eru níu þeirra fokheld eða tilbúin til innréttingar (byggingarstig 4-5). Fjögur verkefnanna eru með útgefið byggingarleyfi (byggingarstig 1) en framkvæmdir ekki hafnar. Um helmingur þessara húsa er að byggjast upp á Borg.
Sveitarfélagið hefur á síðustu 18 mánuðum úthlutað tveimur lóðum á Borg undir einbýlishús og einni lóð fyrir raðhús með þremur íbúðum.
Fylgja þarf eftir skipulagsskilmálum um frístundabyggð til að búseta utan þjónustusvæðis sveitarfélagsins grafi ekki undan grundvelli þjónustu þar sem búseta er heimil.

Síðast uppfært 2. apríl 2020