Fara í efni

Sjálfvirkir rafrænir reikningar

Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur leggur áherslu á pappírslaus viðskipti þess vegna óskum við eftir rafrænum reikningum vegna kaupa á vöru og þjónustu.
Hér geta notendur, sem ekki senda rafræna reikninga beint úr sölukerfi sínu, sent reikning á rafrænu formi til Grímsnes- og Grafningshrepps og Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Þar sem ríkisskattstjóri viðurkennir ekki pdf sem frumrit viljum við framvegis ekki fá reikninga senda í tölvupósti.

    • Setja skal það reikningsnúmer sem er á þínum reikningi (öll núll og stafi) og sama útgáfudag, og passið að hafa nákvæmlega sömu upphæð. Forskoðið reikning áður en hann er sendur.
    • Vinsamlegast ekki senda með póstinum líka ef búið er að senda rafrænan reikning.
    • Öllum reikningum sem hafa eindaga minna en 10 dögum eftir dagsetningu reiknings verður hafnað.
    • Aðeins seljendur sem eiga gild VSK númer geta lagt VSK á reikninga.


      Mikilvægt er að velja rétt í flettiglugga eftir því hvort senda á reikninginn til  Grímsnes- og Grafningshrepps eða Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps 

 

Hér er hægt að senda inn rafræna reikninga

Síðast uppfært 27. janúar 2026
Getum við bætt efni þessarar síðu?