Fara í efni

Samfélagsstefna

Á vordögum 2018 lagði fræðslunefnd fram áskorun til sveitarstjórnar um að gerð yrði fjölskyldustefna fyrir sveitarfélagið, aðalmarkmið stefnunnar yrði að: „stuðlað að meiri samveru fjölskyldunnar”. Sveitarstjórn samþykkti að hafinn skyldi undirbúningur að gerð fjölskyldustefnu að hausti. Í mars 2019 var haldið íbúaþing um fjölskyldustefnu þar sem fulltrúar allra nefnda sveitarfélagsins voru virkir þátttakendur.  Á íbúaþinginu kom sú hugmynd fyrst fram að í raun væri verið að vinna að víðtækri stefnu þar sem allt samfélagið væri undir en þó með sérstaka áherslu á fjölskylduna og málefni tengd henni. Samþykkt var í framhaldinu að unnið yrði að samfélagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Í kjölfar íbúaþingsins var haldinn fundur með börnum í 5. -10. bekk grunnskólans þar sem sömu málaflokkar og á íbúaþingi voru teknir til umræðu.

Samfélagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps er ætlað að vera leiðarljós fyrir sveitarstjórn og íbúa sveitarfélagsins til að búa fjölskyldum í sveitarfélaginu sem best skilyrði til velferðar, þroska og hamingju. Stefnan á líka að vera tæki fyrir stjórnendur sveitarfélagsins, fyrirtæki og félagasamtök sem koma að velferð íbúa á einn eða annan hátt, til að sinna skyldum gagnvart íbúum sveitarfélagsins og til að byggja upp gott fjölskylduvænt samfélag og stuðla að auknum lífsgæðum. Horft var til þess að í þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu er talað um að markmið slíkrar stefnu skuli feli m.a. í sér Að skapa góðar forsendur til þess að ala upp börn (hér á landi) og skapa góð uppvaxtarskilyrði fyrir öll börn svo þau fái notið þess öryggis sem þau þarfnast. Með því verði stuðlað að sjálfbæru samfélagi sem styður við jákvæða þróun, efnahag og lýðheilsu“.

Samfélagsstefnan var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í mars 2022.

Sjá samfélagsstefnu hér.

Síðast uppfært 7. september 2022