Fara í efni

Ljósleiðari

Grímsnes- og Grafningshreppur hefur samið við Mílu um lagningu ljósleiðarakerfis í sveitarfélagið og tengja ljósleiðaraheimtaugar við heimili í dreifbýli sveitarfélagsins. Þetta verkefni er unnið eftir reglum innanríkisráðuneytis sem tilheyra verkefninu Ísland Ljóstengt. Sveitarfélagið fær styrk til verkefnisins, en styrkhæfir staðir eru fyrirtæki, íbúðahús, lögbýli o.fl. sem ekki eru  þegar tengd ljósleiðara eða ljósneti, frekari upplýsingar má nálgast á vef Póst og Fjar. www.pfs.is undir Ísland ljóstengt.
Búið er að festa gjald á hverja styrkhæfa tengingu sem kemur fram á umsóknareyðublaði. Þetta gjald er aðeins í gildi á meðan verktíma stendur. Framkvæmdinni verður skipt í 3 svæði, sem eru:

  • Svæði 1 er svæði austan Stóru-Borgar og nær upp að Neðra-Apavatni, upp að Haga og allan Sólheima hringinn. Miðað er við að þessum áfanga sé lokið að 01.05.2018
  • Svæði 2 er milli Borgar og Sogs og nær niður að Vaðnesi, að Þrastarlundi, niður í Öndverðanes og norður að Kaldárhöfða og Steingrímsstöð. Miðað er við að þessum áfanga verði lokið 01.12.2018.
  • Svæði 3 er svæðið vestan við Sogið sem nær frá Torfastöðum og Írafossvirkjun og að Nesjavöllum. Miðað er við að þessum áfanga verði lokið og verkinu öllu 20.09.2019.

Taka skal fram að verkhraði getur breyst en verður þó ekki lengri en ofan er getið.
Verði sótt um heimtaug eftir að verkinu lýkur skv. ofangreindum dagsetningum mun gjald hækka í 400.000.- kr. á hverja tengingu fyrir heimili.
Sumarhús og aðrir staðir sem ekki hafa fasta búsetu falla ekki undir verkefnið og gjöld sem fram koma hér eða á umsóknarblaði á ekki við um þá staði.
Reiknað er með að lagnir verði í veghelgunarsvæði en í tilfellum gæti þurft að bregða frá þeirri reglu, ef landeigandi er ekki sammála lagnaleiðum þarf að snúa sér til starfsmanns sem sér um eftirlit fyrir Mílu.

Þeir sumarhúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi sem hafa áhuga á að fá ljósleiðara í sumarhúsið sitt eru beðnir um að hafa samband við sumarhúsafélagið í sínu hverfi og láta formenn þess hafa samband við Mílu í gegnum netfangið sala@mila.is.

Síðast uppfært 25. september 2019
Getum við bætt efni síðunnar?