Fara í efni

Sveitarstjóri

Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps kjörtímabilið 2022 til 2026 er Iða Marsibil Jónsdóttir.
Iða Marsibil er fædd 15. október 1977.

Iða hefur undanfarin ár starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Kjörtímabilið 2018 – 2022 gengdi Iða embætti forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og hefur því góða innsýn inn í stjórnsýslu sveitarstjórnarmála. Iða er viðskiptafræðingur að mennt og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Iða Marsibil er sveitarfélaginu ekki ókunn en hún bjó um skeið á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins ásamt því að framfylgja þeim ákvörðunum sem sveitarstjórn tekur. Sveitarstjóri telst vera æðsti yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins, hefur prókúruumboð sveitarsjóðs og skrifar undir skjöl sem skuldbinda sveitarfélagið (t.d. við kaup og sölu fasteigna, lántökur, ábyrgðir o.s.frv.) í umboði sveitarstjórnar.

Netfang sveitarstjóra er: sveitarstjori@gogg.is

Síðast uppfært 15. ágúst 2023
Getum við bætt efni síðunnar?