Fara í efni

Sveitarstjóri

Starfandi sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps er Ása Valdís Árnadóttir.
Ása Valdís er fædd 30. apríl 1982.
Hún er oddviti sveitarstjórnar og situr sem starfandi sveitarstjóri út kjörtímabilið 2018 - 2022.

Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins ásamt því að framfylgja þeim ákvörðunum sem sveitarstjórn tekur. Sveitarstjóri telst vera æðsti yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins, hefur prókúruumboð sveitarsjóðs og skrifar undir skjöl sem skuldbinda sveitarfélagið (t.d. við kaup og sölu fasteigna, lántökur, ábyrgðir o.s.frv.) í umboði sveitarstjórnar.

Netfang sveitarstjóra er: sveitarstjori@gogg.is

Síðast uppfært 1. apríl 2022
Getum við bætt efni síðunnar?