Fara í efni

Lausar lóðir og hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa

Um Borg 
Langar þig til að flytja í Grímsnes- og Grafningshrepp?

Á Borg í Grímsnes- og Grafningshrepp er skipulagt þéttbýli með lausum lóðum. Stutt er í alla þjónustu líkt og leik- og grunnskóla, sundlaug, líkamsrækt og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Einnig er starfrækt verslun á svæðinu. Á Borg búa rétt um 100 manns en fjöldi manns sækir einnig vinnu á svæðið.

Lausar lóðir
Eftirfarandi lóðir eru lausar til umsóknar:

Heimilisfang Fasteignanúmer Gerð Stærð í m2 Gatnagerðargjöld október 2021 með 50% afslætti*
Hraunbraut 1 F2343992 Einbýli 2.019 1.671.018
Hraunbraut 3 F2343993 Einbýli 1.382 1.671.018
Hraunbraut 5 F2343995 Einbýli 1.755 1.671.018
Hraunbraut 7-9 F2343997 Parhús 1.654 1.059.745
Hraunbraut 11-13 F2344000 Parhús 1.605 1.059.745
Hraunbraut 15 F2344001 Einbýli 1.140 1.671.018
Hraunbraut 17-19 F2344002 Parhús 1.771 1.059.745
Hraunbraut 21-23 F2344003 Parhús 2.127 1.059.745
Hraunbraut 25 F2344004 Einbýli 1.123 1.671.018
Hraunbraut 31 F2344005 Einbýli 1.365 1.671.018
Hraunbraut 33 F2344006 Einbýli 1.300 1.671.018
Hraunbraut 35 F2344007 Einbýli 1.362 1.671.018
Hraunbraut 37 F2344008 Einbýli 1.056 1.671.018
Hraunbraut 39 F2344009 Einbýli 1.056 1.671.018
Hólsbraut 13-15 F2344014 Parhús 1.480 1.059.745
Hólsbraut 17-19 F2344016 Parhús 1.480 1.059.745

*Miðað er við lágmarksgjöld í október 2021. Gjöld og verð eru birt með fyrirvara um villur og vísast alltaf í samþykkt um gatnagerðargjöld.

Á vefnum www.map.is/sudurland er hægt að sjá lausar byggingalóðir fyrir íbúðarhús með því að haka í Lóðir til úthlutunar og þar er hægt að skoða nánar staðsetningu lóðanna.

Lóðaleiga
Lóðirnar eru leigulóðir og er árleg lóðarleiga á Borgarsvæði 1% af lóðarmati. Lóðarmat má nálgast á fasteignaskrá, sjá hér.

Árið 2021 er 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum.

Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

Húsgerð Hlutfall Einingarverð gatnagerðargjalda/m2* með 50% afslætti
Einbýlishús með bílgeymslu 8,50% 10.444
Parhús með/án bílgeymslu 7,50% 9.215
Raðhús með/án bílgeymslu 4,00% 4.915
Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði 3,50% 4.300
Iðnaðarhúsnæði 3,00% 3.686
Hesthús 3,00% 3.686
Gróðurhús o.fl. sem tengist landbúnaði 1,00% 1.229

*M.v. byggingarvísitöluhús október 2021:  245.738 kr/m2.


Athuga skal að einbýlishús skulu vera 160 m2 að lágmarki og parhús skulu vera 115 m2 að lámarki með bílageymslum. Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins.

Tengi- og heimæðagjöld
Tengi- og heimæðagjöld eru innheimt sérstaklega og eru ekki innifalin í gatnagerðargjaldi. Vatnsveita og hitaveita eru á vegum sveitarfélagsins en RARIK sér um rafmagn.

Gagnlegir tenglar
Samþykkt um gatnagerðargjöld.
Gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Gjaldskrá vatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Gjaldskrá RARIK.
Deiliskipulag.
Álagningarseðill.

Hér má finna frekari fróðleik um sveitarfélagið fyrir þá sem hafa áhuga á að flytja þangað.

Síðast uppfært 7. október 2021
Getum við bætt efni síðunnar?