Fara í efni

Lausar lóðir og hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa

Langar þig til að flytja í Grímsnes- og Grafningshrepp?
Í Grímsnes- og Grafningshreppi er mjög líflegt og barnvænt samfélag.

Grímsnes- og Grafningshreppur er samfélag sem byggir á sterkum grunngildum: virðingu, trausti og öryggi. Hér er mannlífið í fyrirrúmi og markvisst unnið að því að skapa aðstæður þar sem íbúar geta blómstrað – bæði félagslega, faglega og persónulega. Sveitarfélagið leggur ríka áherslu á velferð íbúa sinna, jafnt barna sem fullorðinna, og vinnur af metnaði að því að tryggja að hér sé gott að ala upp börn, lifa virku lífi og njóta nálægðar við náttúruna án þess að fórna þjónustu eða gæðum.

Grímsnes- og Grafningshreppur er eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fólk sem vill sameina öflugt samfélag, öryggi og lífsgæði við einstaka náttúru. Nýir íbúar eru boðnir hjartanlega velkomnir og lögð er áhersla á að taka vel á móti þeim, skapa tengsl og gera þeim kleift að verða virkur hluti af samfélaginu frá fyrsta degi.

Framundan eru spennandi tímar í uppbyggingu atvinnulífs og þjónustu. Nú hefur verið úthlutað lóðum fyrir verslun og þjónustu í nýju hverfi á Borg, sem skapar tækifæri fyrir fyrirtæki, frumkvöðla og fjárfesta til að taka þátt í uppbyggingu svæðis sem hefur mikla vaxtarmöguleika. Með þessari þróun eflist nærþjónusta, störfum fjölgar og sveitarfélagið styrkist enn frekar sem sjálfbært og lifandi byggðarlag.

Menntun barna og ungmenna er hornsteinn samfélagsins. Kerhólsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli sem þjónar börnum frá 12 mánaða aldri upp í 10. bekk. Skólinn er smár í sniðum, með um 90 nemendur, sem gerir kleift að leggja ríka áherslu á einstaklingsmiðaða kennslu, nánd og gott samstarf við foreldra. Kennsluhættir byggja á virku námi, umhverfismennt, list- og verkgreinum og stuðla að skapandi hugsun, sjálfstæði og ábyrgð nemenda. Þetta er skólasamfélag þar sem hvert barn fær að njóta sín.

Félagslíf í sveitarfélaginu er öflugt og fjölbreytt. Starfrækt eru fjölmörg félagasamtök sem skapa vettvang fyrir samveru, áhugamál og virkni fólks á öllum aldri. Þar má nefna skógræktarfélag, leikfélag, ungmennafélag og fleiri aðila sem leggja sitt af mörkum til að efla samfélagið. Náttúran er aldrei langt undan og aðstæður til útivistar eru með því besta sem gerist – hvort sem um ræðir gönguferðir, útiveru með fjölskyldu eða hreyfingu í fallegu umhverfi.

Til viðbótar mun ný og glæsileg líkamsrækt opna í janúar 2026, sem markar enn eitt skrefið í átt að aukinni heilsu og vellíðan íbúa. Með henni skapast enn betri aðstæður til hreyfingar, félagslegra tengsla og heilbrigðs lífsstíls.

Grímsnes- og Grafningshreppur er sveitarfélag framtíðarinnar – þar sem ró, uppbygging og metnaður mætast. Hér er pláss fyrir fólk, hugmyndir og tækifæri.

Íbúðarhúsalóðir

Íbúðarhúsalóðir á Borg eru nú lausar til úthlutunar. Um er að ræða blandaða byggð með einbýlishúsum, par- og raðhúsum og minni fjölbýlishúsum. Á heildina litið er gert ráð fyrir 79 lóðum með 160-220 íbúðum, þar sem gert er ráð fyrir sveigjanleika til að fjölga eða fækka íbúðum í rað- og fjölbýli, upp að vissu marki.

Ekki er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum heldur eingöngu gatnagerðargjöld.

Hér fyrir neðan má finna lista yfir allar lausar lóðir og gatnagerðargjöldin ásamt umsóknareyðublaði.

Fylla þarf út umsóknareyðublað og undirrita það. Síðan þarf að koma með skjalið, senda það á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps eða senda með tölvupósti á gogg@gogg.is.

Hægt er að sækja um lóðir á eyðublaði sem finna má hér.

Eftirfarandi lóðir eru lausar til úthlutunar. Gatnagerðargjöld reiknuð m.v. verðgrunn fyrir gatnagerðargjöld í ágúst 2025, 313.566 kr.
Gatnagerðargjöld taka breytingum eftir breytingu á verðgrunni.

Staður Gerð Heildarfjöldi íbúða Leyfilegt hámarksbyggingarmagn Samtals gatnagerðargjöld á lóð í kr. Staða
Borgartún 1 Fjölbýli 9-25 1614,6 30.377.020 Laus til umsóknar
Borgartún 2 Fjölbýli 6-10 1070,6 20.142.226 Seld
Lækjartún 3 Einbýli 1 222,3 7.319.101 Laus til umsóknar
Lækjartún 4 Einbýli 1 222,3 7.319.101 Laus til umsóknar
Lækjartún 5 Einbýli 1 224,1 7.378.365 Laus til umsóknar
Lækjartún 6 Einbýli 1 216,9 7.141.309 Laus til umsóknar
Lækjartún 7 Parhús 2 333,2 9.925.618 Laus til umsóknar
Lækjartún 9 Parhús 2 304,5 9.070.680 Laus til umsóknar
Hraunbraut 1 Raðhús 3-5 550,1 15.525.468 Seld
Hraunbraut 4 Raðhús 3-5 1005,7 14.192.029 Laus til umsóknar

 

Hér má finna deiliskipulagsuppdrátt á nýja svæðinu.

Hér má finna deiliskipulagsskilmála á nýja svæðinu.

Deiliskipulag núverandi þéttbýlis á Borg.

Greinargerð með núverandi deiliskipulagi á Borg.

Frekari upplýsingar um lausar íbúðarhúsalóðir má finna á www.borgisveit.is.

Lausar lóðir á athafnasvæði við Sólheimaveg

Um er að ræða nýtt 52 lóða athafnasvæði hefur verið skipulagt við Sólheimaveg, rétt suður af Borg. Þar er gert ráð fyrir hreinlegum léttum iðnaði og ýmiss konar rekstri. Uppbyggingu svæðisins verður skipt upp í áfanga, til að stuðla að hagkvæmni og heildaryfirbragði byggðarinnar.

Lóðirnar eru leigulóðir. Á svæðinu er rafmagn, hitaveita, vatnsveita og ljósleiðari. Fráveita er á höndum lóðarhafa með rotþró.

Á svæðinu eru ýmsir möguleikar til atvinnureksturs, í næsta nágrenni við ört stækkandi byggðakjarna á Borg í Grímsnesi og í miðri stærstu frístundahúsabyggð landsins.

Eftirfarandi lóðir eru í boði ásamt lágmarksverði:

Heiti lóðar Hámarks byggingarmagn (m2) Verð
Borgargil 8 473 10.706.469 kr
Borgargil 10 525 11.883.501 kr
Borgargil 12 525 11.883.501 kr
Borgargil 14 525 11.883.501 kr
Borgargil 16 525 11.883.501 kr
Borgargil 20 660 14.939.259 kr
Borgargil 22 660 14.939.259 kr
Borgargil 24 660 14.939.259 kr

 

Hægt er að sækja um lóðir á eyðublaði sem finna má hér.

Hér má finna deiliskipulagsuppdrátt svæðisins.

Hér má finna deiliskipulagsskilmála svæðisins.

Lóðir á miðsvæði

Allar upplýsingar um lóðir á miðsvæði má finna á síðunni www.borgisveit.is

Lóðaleiga

Lóðir á Borg í Grímsnesi eru leigulóðir og er árleg lóðarleiga á Borgarsvæði 1% af lóðarmati. Lóðarmat má nálgast á fasteignaskrá, sjá hér.

Athafnalóðir við Sólheimaveg eru leigulóðir.

Tengi- og heimæðagjöld

Tengi- og heimæðagjöld eru innheimt sérstaklega og eru ekki innifalin í gatnagerðargjaldi. Vatnsveita, hitaveita og fráveita eru á vegum sveitarfélagsins en RARIK sér um rafmagn. Míla sér um ljósleiðara.

Gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Gjaldskrá vatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Gjaldskrá RARIK.

Deiliskipulag, reglugerðir og gjaldskrár

Deiliskipulag þéttbýlisins á Borg.

Greinargerð með deiliskipulagi á Borg.

Samþykkt um gatnagerðargjöld.

Reglur um úthlutun lóða.

Umsóknareyðublað fyrir lóðir.

Álagningarseðill.

Síðast uppfært 17. desember 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?