Fara í efni

Lausar lóðir og hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa

Um Borg 
Langar þig til að flytja í Grímsnes- og Grafningshrepp?

Á Borg í Grímsnes- og Grafningshrepp er skipulagt þéttbýli með lausum lóðum. Stutt er í alla þjónustu líkt og leik- og grunnskóla, sundlaug, líkamsrækt og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Einnig er starfrækt verslun á svæðinu. Á Borg búa rétt um 100 manns en fjöldi manns sækir einnig vinnu á svæðið.

Lausar lóðir
Eftirfarandi lóðir eru lausar til umsóknar:

Verið er að uppfæra deiliskipulag fyrir þéttbýlið á Borg og verður listi af lausum lóðum uppfærður þegar skipulagið tekur gildi.

 

Lóðaleiga
Lóðirnar eru leigulóðir og er árleg lóðarleiga á Borgarsvæði 1% af lóðarmati. Lóðarmat má nálgast á fasteignaskrá, sjá hér.

Árið 2021 er 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum.

Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

Húsgerð Hlutfall Einingarverð gatnagerðargjalda/m2* með 50% afslætti
Einbýlishús með bílgeymslu 8,50% 10.444
Parhús með/án bílgeymslu 7,50% 9.215
Raðhús með/án bílgeymslu 4,00% 4.915
Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði 3,50% 4.300
Iðnaðarhúsnæði 3,00% 3.686
Hesthús 3,00% 3.686
Gróðurhús o.fl. sem tengist landbúnaði 1,00% 1.229

*M.v. byggingarvísitöluhús október 2021:  245.738 kr/m2.


Athuga skal að einbýlishús skulu vera 160 m2 að lágmarki og parhús skulu vera 115 m2 að lámarki með bílageymslum. Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins.

Tengi- og heimæðagjöld
Tengi- og heimæðagjöld eru innheimt sérstaklega og eru ekki innifalin í gatnagerðargjaldi. Vatnsveita, hitaveita og fráveita eru á vegum sveitarfélagsins en RARIK sér um rafmagn.

Gagnlegir tenglar
Samþykkt um gatnagerðargjöld.
Gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Gjaldskrá vatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Gjaldskrá RARIK.
Deiliskipulag.
Álagningarseðill.

Hér má finna frekari fróðleik um sveitarfélagið fyrir þá sem hafa áhuga á að flytja þangað.

Síðast uppfært 3. nóvember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?