Innkaupastefna
Það er stefna Grímsnes- og Grafningshrepps að innkaup sveitarfélagsins stuðli að hagkvæmni í rekstri og hvetji um leið til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífi, með virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi.
Grímsnes- og Grafningshreppur vinnur að því með eftirfarandi hætti:
- Að við innkaup sé þess gætt að ákvæðum laga og reglna er varða innkaup sé fylgt í hvívetna.
- Að gætt sé jafnræðis þeirra sem viðskipti eiga við sveitarfélagið.
- Að innkaupareglur og innkaupaaðferðir séu skýrar og gagnsæjar.
- Að beitt sé markvissum og skipulögðum vinnubrögðum við innkaup og með þeim stuðlað að hagkvæmni í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins.
- Að við innkaup sé auk kostnaðar tekið tillit til gæða-, umhverfis- og mannréttindastjónarmiða.
- Að stuðla að samkeppni á markaði varðandi sölu á vörum, verkum og þjónustu til sveitarfélagsins.
- Að samræma innkaup fyrir einstaka stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins að svo miklu leyti sem hagkvæmt þykir.
- Að meta heildarhagsmuni sveitarfélagsins við ákvarðanir um aðferðir við innkaup og að hagsmunum íbúa þess sem heildar sé gætt.
Innkaupastefna
Síðast uppfært 26. febrúar 2021