Fara í efni

Gönguleiðir

Hér eru nokkrar tillögur að gönguleiðum í Grímsnes- og Grafningshreppi og nágrenni. Nánari upplýsingar um nokkrar leiðir er að finna hér til hægri.

Nokkuð einfaldar leiðir:

  • Mosfell, lagt við kirkjuna
  • Arnarfell við Þingvallavatn: leggja við útskot við þjóðgarðsskilti.
  • Kerhóll við Seyðishóla, vestan við gámasvæðið í Grímsnesi: tilkomumikill gjallklepragígur, ein af tólf eldstöðvum er mynduðu Grímsneshraun
  • Laugarfell við Geysi
  • Reyðarbarmur norðan við Kringlumýri, Lyngdalsheiði.

Meira krefjandi leiðir:

  • Vörðufell, bílastæði rétt sunnan við bæinn Iðu: mjög vinsælt
  • Laugarvatnsfjall: bílastæði rétt vestan við hringtorgið (ans brött leið upp og getur verið hálka á leiðinni)

Hengilsvæðið er mjög skemmtilegt útivistarsvæði og hefur orkuveitan verið dugleg að stika leiðir og halda þeim við. Hér má finna lýsingar á leiðum á svæðinu og kort.

Undanfarin sumur hafa verið fella- og fjallgönguverkefni í gangi í uppsveitunum og hér má sjá fellin og fjöllin í því verkefni: http://www.sveitir.is/heilsueflandi-uppsveitir/fellaverkefni

Hér er líka samansafn af gönguleiðum í uppsveitunum: http://www.sveitir.is/upplysingar/gonguleidir

Annars má finna kort af ýmsum gönguleiðum í göngubók UMFÍ, á blaðsíðu 70 í þessu pdf skjali er kort sem sýnir ýmsar gönguleiðir á Suðurlandi: https://www.umfi.is/media/4920/go-ngubo-k-umfi-2020x.pdf

Síðast uppfært 3. desember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?