Samþykkt um stjórn og fundarsköp
Samþykkt um stjórn og fundasköp Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn er skipuð 5 sveitarstjórnarmönnum kjörnum samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, sbr. 8. og 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Sveitarstjórn fer með stjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga. Jafnframt fer sveitarstjórnin með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins að svo miklu leyti sem sveitarstjórn hefur ekki falið öðrum slíka yfirstjórn.
Samþykkt
Síðast uppfært 14. desember 2020