Fara í efni

Kaldavatnsveita

Umsókn

Til að tengjast vatnsveitu Grímsnes– og Grafningshrepps þarf að sækja um tengingu á þar til gerðu eyðublaði sem má nálgast á stiku til hægri.

Þegar umsókn er móttekin er sendur greiðsluseðill í heimabanka. Þegar greiðsla er móttekin mun verktaki á vegum sveitarfélagsins vera í sambandi við byggingaraðila varðandi heimtaug. Ef einhverjar athugasemdir eru við umsókn mun aðili frá vatnsveitunni vera í sambandi við umsækjanda. Gera þarf ráð fyrir að tenging taki allt að 6 vikum frá greiðslu.

Hér að neðan má sjá helstu vatnsveitur í sveitarfélaginu. Grímsnes- og Grafningshreppur rekur þær ekki allar.

Lagning heimlagna

Heimæðar allt að ø75 mm eru dregnar í ídráttarrör sem húseigandi leggur frá tengistað við lóðarmörk og inn í hús. Vatnsveitan tengir við heimæð við lóðamörk og gengur frá heimæðarloka með spindli. Heimtaug fyrir vatnsveitu skal leggja að minnsta kosti 1,2 m fyrir neðan yfirborð. Reiknað er með að inntak sé sem næst tengipunkti í götu. Athuga skal að ídráttarröri skal skilað með dráttartaug og að minnsta kosti tveimur stærðarflokkum stærra en heimtaug en að lágmarki ø40 mm, sjá töflu 1.

Heimæð (ø mm)

Ídráttarrör (ø mm)

20

40

25

40

32

50

40

63

50

75

63

90

Almennt er lögð ein vatnsveitutenging fyrir hverja lóð en þó er afgreidd ein heimlögn fyrir hverja íbúð í rað– og parhúsum.

Vatnsveituefni skal fylgja eftirfarandi tæknistöðlum:

  • Efni: Polyethelyne PE 100
  • Þrýstiþol: SDR 17

Iðnmeistari ber ábyrgð á því að rétt sé gengið frá ídráttarrörum og lögnum. Veitan ákveður í skilmálum fyrirkomulag, stærð og gerð ídráttarröra fyrir heimlagnir. Fyrir minni heimlagnir skal ídráttarrör ná út fyrir lóðarmörk. Vatn 50 mm og minni og hitaveitu DN 25 mm og minni. Að jafnaði skal leggja ídráttarrör heimlagnar stystu leið að tengipunkti við dreifikerfið samkvæmt upplýsingum frá veitunni. Heimlögn fyrir kalt vatn skal vera á 120 cm dýpi en hitaveita á 70 cm dýpi. Leggja skal ídráttarrör samkvæmt málsettri teikningu og skal endi pípunnar ná út fyrir lóðarmörk, merktur og tryggilega lokaður. Gæta skal þess að ídráttarrörið þrengist ekki í beygju og skal beygju-radíus ekki vera minni en 50 cm. Undir ídráttarrör skal setja 5 cm þjappað sandlag og fyllt skal yfir það með 10 cm sandlagi. Lárétt bil milli fráveitu- og vatnslagnar skal vera 50 cm hið minnsta og vatnslögn skal vera efri lögn. Þar sem lagnir vatnsveitu og hitaveitu liggja samhliða, skulu vera a.m.k. 30 cm milli lagna og lögn vatnsveitu skal vera neðri lögn. Þar sem rafmagn og hitaveita liggja samhliða skal bil á milli þeirra vera a.m.k. 30 cm.

Eigandi húsveitu sér um og kostar lagningu ídráttarröra og þéttingu þeirra í vegg. Iðnverktaki tryggir réttan frágang þeirra og að þau séu ídráttarhæf. Rörum skal skilað með ídráttartaug úr næloni eða sambærilegu efni. Veitan sér um vatnsþéttingu heimlagnar við ídráttarrör í jörðu.

Inntaksrými

Gera skal ráð fyrir inntaksrými þegar hús er hannað, það skal vera við útvegg og í fjöleignarhúsum í sameign. Öll ídráttarrör fyrir heimlagnir skal leggja samkvæmt málsettum teikningum. Allir mælar, inntakslokar og stofntengibox eða inntakskassar skulu ætíð vera aðgengilegir fyrirstarfsmenn veitunnar. Ekki má breyta notkun inntaksrýmis á þann veg að það rýri öryggi og notagildi heimlagnarinnar. Í vafatilvikum ber áður að leita samþykkis veitunnar. Inntakslokar skulu vera við útvegg. Almennt skal gilda að inntök vatnsveitu og hitaveitu séu í sama rými. Samkvæmt byggingareglugerð má stærð inntaksrýmis fyrir heitt og kalt vatn ekki vera minna en 1,28 x 0,8 m og lofthæð 2,20 m. Inntak rafmagns og síma má vera aðskilið frá öðrum inntökum.

Stærð heimlagna

Íbúðarhús og lögbýli: Í íbúðarhús er heimtaug 32 mm.

Frístundahús og hús sem eru ekki með daglega viðveru: Miðað er við að heimtaug sé 20 mm.

Þrýstingur

Veitusvæðið er víðfemt og mikill hæðarmunur er milli húsa og hverfa. Reynt er að miða við eftirfarandi gildi:

Þrýstingur við inntak, neðri mörk: 2 bar

Þrýstingur við inntak, efri mörk: 10 bar

Mikilvægt er að pípulagningameistari hússins taki ákvörðun um hvort þörf sé á þrýstiminnkara.

Viðhald og vinna

Ef upp koma bilanir eða unnið er að dreifikerfi reyna starfsmenn veitunnar að setja skilaboð og áætlaðan úrlausnartíma á vefsíðu sveitarfélagsins og á Facebook síðu sveitarfélagsins.

Ef um neyðartilvik er að ræða eða ef þarf að hafa samband við starfsmann veitunnar utan almenns vinnutíma skal hafa samband við vaktsíma í símanúmerið 867-0408.

Reglugerðir

Reglugerð fyrir Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 252/2001 má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsóknaraðilar eru hvattir til að kynna sér þær. Einnig eru umsóknaraðilar hvattir til að kynna sér Reglugerð um tæknilega tengiskilmála vatnsveitna.

Frekari upplýsingar

Upplýsingar um gjaldskrá, viðhald og tengiskilmála má finna hér til hægri.

Síðast uppfært 1. mars 2023