Fara í efni

Veitur

Í Grímsnes- og Grafningshreppi er starfrækt kaldavatnsveita, hitaveita og jafnframt starfrækir sveitarfélagið fráveitur í þéttbýlinu á Borg og í Ásborgum.

Kaldavatnsveita

Grímsnes- og Grafningshreppur starfrækir kaldavatnsveitu í sveitarfélaginu.

Vaktsíminn er: 867-0408

Vinsamlegast hafið eingöngu samband við vaktsíma vegna bilunar í hita- eða vatnsveitukerfi Grímsnes- og Grafningshrepps. Almennar fyrirspurnir varðandi nýjar tengingar, reikninga, snjómokstur o.þ.h. skulu sendar skriflega á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu á opnunartíma í gegnum síma 480-5500.

Hitaveita

Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps er sjálfstætt fyrirtæki sem sveitarfélagið starfrækir. Tilgangur hitaveitunnar er að afla, selja og veita heitu vatni um orkusvæði sitt og reka aðra þá starfsemi sem því tengist.

Vaktsíminn er: 867-0408

Vinsamlegast hafið eingöngu samband við vaktsíma vegna bilunar í hita- eða vatnsveitukerfi Grímsnes- og Grafningshrepps. Almennar fyrirspurnir varðandi nýjar tengingar, reikninga, snjómokstur o.þ.h. skulu sendar skriflega á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu á opnunartíma í gegnum síma 480-5500.

Tilkynningar um vinnu við hitaveitukerfið birtast bæði á vefsíðu og Facebook síðu sveitarfélagsins. Einnig munu þar koma tilkynningar um bilanir og áætlaðan tíma til lagfæringa.

Bilun getur verið í húskerfinu, ofnlokum eða öðrum stjórnbúnaði og þarf þá að kalla til pípara. Bilanir innanhúss eru nær alltaf á verksviði pípulagningameistara eða annarra fagmanna á sviði pípulagna. 

Ef ljóst er að þrýstingur hefur fallið við inntak skal hafa samband við vaktsíma eða skrifstofu.
Mögulegt er að hreinsa þurfi síu í inntaki eftir viðgerðir og bilanir.

Til að koma í veg fyrir vatnstjón er gott að lesa yfir bækling frá mannvirkjastofnun: Verjumst vatnstjóni. 
Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi að hitaveitugrind og inntaki. Þetta getur skipt sköpum við að koma í veg fyrir vatnstjón.

Vegna brunahættu hvetjum við þig til að gæta varúðar og skrúfa ekki frá krönum við bilanir á hita- og vatnsveitu. Ef þeir gleymast opnir getur það valdið slysi og/eða tjóni þegar vatninu er hleypt aftur á. Vinsamlegast varaðu börnin þín við þessari hættu.

Fráveita

Fráveitan rekur fráveitukerfi í þéttbýlinu á Borg og í Ásborgum ásamt því að fylgja eftir reglulegri losun rotþróa í sveitarfélaginu.

Allar rotþrær í sveitarfélaginu eru losaðar á þriggja ára fresti, sjá nánar um hreinsun rotþróa hér: Seyruhreinsun

Síðast uppfært 5. júlí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?