Fara í efni

Stefna um notkun gervigreindar

Gervigreind (AI) opnar nýja möguleika til að efla þjónustu við íbúa, auka skilvirkni í daglegum rekstri og styðja við ákvarðanatöku. Grímsnes- og Grafningshreppur hefur sett sér stefnu um ábyrga og örugga notkun gervigreindar til að tryggja að nýting tækninnar fari fram með öryggi, gagnsæi og með persónuvernd að leiðarljósi.

Þessi stefna nær til allrar notkunar gervigreindar innan Grímsnes- og Grafningshrepps, þar með talið spunagreindar (generative AI, stór tungumálalíkön) og annarra gervigreindarlausna sem kunna að koma til notkunar í þjónustu sveitarfélagsins.

Síðast uppfært 5. desember 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?