Fara í efni

Íþróttafélög

Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru starfrækt tvö íþróttafélög, Íþróttafélagið Gnýr og Ungmennafélagið Hvöt.

Íþróttafélagið Gnýr

Íþróttafélagið Gnýr á Sólheimum hóf starf sitt formlega 30. júní 1983.
Formaður félagsins er María Kristjánsdóttir Jacobssen og eru allir íbúar Sólheima, fatlaðir sem ófatlaðir félagar. Það er um 15 manna hópur virkur hverju sinni. Þar er aðallega æft Boccia og tekið þátt í flestum íþróttamótum Íþróttasambands fatlaðra og HSK, bæði einstaklings og liðakeppnum. Jafnframt er haldið vinamót árlega með Íþróttafélaginu Suðra Selfossi og er það haldið til skiptis á Selfossi og Sólheimum. 

 

 

 

 

 

Ungmennafélagið Hvöt var stofnað 22. desember 1907 og er elsta starfandi félagið innan HSK. Formaður félagsins er Guðrún Ása Kristleifsdóttir. Félagar eru rúmlega 100 og til að gerast félagi í Hvöt er hægt að senda tölvupóst á  netfangið: umfhvot@gmail.com  Félagið stendur fyrir íþróttaæfingum fyrir börn í sveitarfélaginu í tengslum við skóla og frístundastarf og má þar nefna æfingar í blaki, körfubolta, frjálsum íþróttum og fótbolta. Félagar í Hvöt taka þátt í íþróttamótum á vegum HSK.

Síðast uppfært 4. nóvember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?