Fara í efni

Niðurfelling leikskólagjalda í skólafríum

Samkvæmt bókun sveitarstjórnar sem gerð var 6. desember 2023 er leikskólinn opinn alla virkra daga um jól, páska og í vetrarfríi. 

Leikskólagjöld verða felld niður vegna virkra daga í jólafríi, páskafríi og vetrarfríi grunnskóladeildar Kerhólskóla vegna barna sem ekki sækja leikskóla á þeim tíma enda hafi foreldrar eða forráðamenn sótt um niðurfellingu á gjöldum. 

Lágmarksfjöldi skráðra barna skal vera þrjú til að leikskóladeild haldist opin á viðkomandi dögum. Frestur til að skila inn umsókn eru tvær vikur, 14 dagar frá upphafsdegi frís, til dæmis hefjist jólafrí 18. desember skal umsókn skilað eigi síðar en 4. desember.  

Hakið í það sem við á