Fara í efni

Brunavarnaáætlun BÁ

Brunavarnaáætlunina má nota sem grunn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu.

Áætlunin auðveldar einnig íbúum svæðisins að fá upplýsingar um skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess. Það sama gildir um nærliggjandi sveitarfélög og geta brunavarnaáætlanir einnig orðið grunnur að auknu samstarfi á milli þeirra. Einnig auðveldar hún Mannvirkjastofnun að hafa yfirlit yfir starfsemi slökkviliða í landinu og meta hæfni þeirra og hvar sé helst þörf á úrbótum.

Brunavarnaáætlun er grunnur að gæðastjórnun og jafnframt úttekt á starfseminni og reglugerð til notkunar fyrir þá sem ábyrgð bera á brunavarnamálum viðkomandi sveitarfélaga.

Síðast uppfært 2. apríl 2020