Fara í efni

Bókasafn

Nú hefur bókasafnið sem bar heitið Bókasafn Kerhólsskóla verið flutt í stærra rými og því breytt úr skólabókasafni yfir í samsteypusafn sem ætlað er að þjónusta nemendur Kerhólsskóla og aðra íbúa sveitarfélagsins.

Hafin er skráning í bókasafnskerfið Gegni, á skáldsögum og öðru efni sem til var frá fyrri tíð auk nýrra titla.

Safnið hefur því fengið nýtt nafn, Bókasafn Grímsnes- og Grafningshrepps.
Opnunartímar bókasafnsins verða auglýstir inn á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hvatarblaðinu.

Vonandi gefst sem flestum tækifæri til þess að nýta sér þjónustu safnsins.
Ef þið hafið áhuga þá viljum við endilega heyra frá ykkur um það hvernig þið sjáið fyrir ykkur að safnið myndi þjóna ykkur sem best.
Hægt er að senda tölvupóst með hugmyndunum á netfangið bokasafn@gogg.is

Síðast uppfært 19. janúar 2021
Getum við bætt efni síðunnar?