Fara í efni

Sveitarstjórn

540. fundur 01. febrúar 2023 kl. 09:00 - 10:20 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir Sveitarstjóri

1. Fundargerðir.


a) Fundargerð 5. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. janúar 2023.
Fundargerð 5. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 12. janúar 2023 lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 252. fundar skipulagsnefndar UTU, 11. janúar 2023.
Mál nr. 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 30 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 253. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 25. janúar 2023.
Mál nr. 11, Neðan-Sogsvegar 14 (L169341); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður, breytt notkun í gestahús – 2212091.
Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Kristjáns Arnarssonar og Sifjar Arnarsdóttur, móttekin 22.12.2022, um byggingarheimild fyrir breyttri notkun í gestahús á þegar byggðum 54,1 m2 sumarbústaði mhl 01, byggður árið 1960 sem er staðsettur á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegar 14 L169341 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Núgildandi heimildir deiliskipulags gera ekki ráð fyrir því að aukahús geti verið stærri en 40 fm á lóð. Ekki var gerð athugasemd við að lögð væri fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi þegar fyrirspurn vegna breytinga á skilmálum var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 19.12.2022.
Umsókn um deiliskipulagsbreytingu hefur ekki borist embætti UTU. Ein af forsendum á útgáfu byggingarleyfis fyrir nýju húsi á lóð Neðan-Sogsvegar 14 var sú að eldra húsið sem um ræðir yrði fjarlægt af lóðinni og veitti sveitarstjórn frest til árs þann 2.3.22 til að fjarlægja húsið. Óháð heimildum aðalskipulags er varðar stærðir aukahúsa stendur viðkomandi hús innan takmarkana er varða fjarlægð frá Álftavatni.
Sveitarstjórn synjar samhljóða umsókn um breytta notkun hússins og vísar til fyrri afgreiðslna vegna málsins.
Mál nr. 12, Klausturhólar L168258; Klausturhólar vegsvæði; Stofnun lóðar – 2301021.
Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni um stofnun lóðar fyrir 24.188 fm vegsvæði úr landi Klausturhóla L168258.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 13, Hæðarendi L168254; Hæðarendi vegsvæði; Stofnun lóðar – 2301022.
Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni um stofnun 58.585 fm lóðar fyrir vegsvæði úr landi Hæðarenda L168254.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 14, Búrfell 3 L168238; Búrfell 3 vegsvæði; Stofnun lóðar – 2301023.
Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni um stofnun 32.930 fm lóðar fyrir vegsvæði úr landi Búrfells III.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 15, Búrfell 1 L168236; Búrfell 1 vegsvæði; Stofnun lóðar - 2301024.
Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni um stofnun 13.908 fm lóðar fyrir vegsvæði úr landi Búrfells 1 L168236.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 16, Búrfell 2 L168237; Búrfell 2 vegsvæði; Stofnun lóðar - 2301025.
Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni um stofnun 6.058 fm lóðar fyrir vegsvæði úr landi Búrfells 2 168237.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 17, Hrauntröð 10 L225329; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2301040.
Lögð er fram umsókn frá Lív fjárfestingum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Vaðnesi, umsækjandi er eigandi lóðar innan svæðisins. Í breytingunni felst að skilmálar er varðar aukahús á lóð væru felldir út úr skipulagi í takt við heimildir aðalskipulags sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði auglýst. Sveitarstjórn leggur til að málið verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar.
Mál nr. 18, Brjánsstaðir land 1 L200776; Smámýrarvegur; Deiliskipulagsbreyting - 2301047.
Lögð er fram umsókn frá Ark2 ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundabyggðar við Smámýrarveg í landi Brjánsstaða land 1 L200776. Í breytingunni felst fjölgun lóða innan svæðisins úr 10 í 12. Að auki er skipulagið teiknað upp á stafrænan, hnitasettan loftmyndagrunn og skilmálar uppfærðir. Allar lóðir innan svæðisins eru óbyggðar.
Sveitarstjórn vísar til almennra skilmála aðalskipulags þar sem segir að almennt sé óheimilt að skipta upp eða sameina frístundalóðir í þegar byggðum frístundahverfum, nema í tengslum við heildarendurskoðun eða gerð nýs deiliskipulags. Þar sem viðkomandi svæði er að hluta til byggt telur sveitarstjórn nauðsynlegt að framlögð deiliskipulagsbreyting verði lögð fram sem heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins og taki yfir gildandi deiliskipulag. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málinu verði frestað og felur skipulagsfulltrúa að eiga samskipti við umsækjanda um úrvinnslu málsins.
Mál nr. 19., Kerhraun svæði A, B og C; Frístundabyggð; Skilmálabreyting byggingarheimilda; Deiliskipulagsbreyting – 2301054.
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Guðlaugssyni er varðar breytingu á skilmálum deiliskipulags að Kerhrauni svæði A, B og C. Í breytingunni felst að stærð aukahúsa innan lóða verði gefin frjáls innan skilgreinds hámarksnýtingarhlutfalls lóða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði auglýst. Sveitarstjórn leggur til að málið verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins.
Mál nr. 20., Neðan-Sogsvegar 15 L169420; Norðurkot; Staðfesting á afmörkun lóðar – 2301031.
Lögð er fram umsókn þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 15 L169420 skv. meðfylgjandi hnitsettu mæliblaði sem ekki hefur legið fyrir áður. Skv. afmörkun mælist lóðin með stærðina 19.580 fm sem er í samræmi við skráningu í fasteignaskrá. Fyrir liggur undirritað samþykki eigenda aðliggjandi landeigna sem og lóðareigenda lóðarinnar fyrir hnitsettri afmörkun.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lóðarblað.
Mál nr. 21., Hvítuborgir L218057; Verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag – 2203020.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags í landi Hvítuborgar L218057 eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingaheimilda vegna reksturs verslunar- og þjónustu innan svæðisins. Gert er ráð fyrir uppbyggingu þjónustuhúsa, starfsmannahúsa auk allt að 15 stakra gistihúsa sem hvert um sig mega vera allt að 90 fm að grunnfleti. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við gildistöku deiliskipulagsins og eru þær athugasemdir lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn tekur ekki undir athugasemdir Skipulagsstofnunar sem lagðar eru fram við afgreiðslu málsins. Heimildir er varðar tjaldsvæði hafa verið felldar út úr skipulagi og ljóst þykir að skipulagssvæðið skarast ekki við deiliskipulagssvæði Hallkelshóla þar sem mörk eru dregin við landamerki. Aðkoma að því svæði verður um land Hallkelshóla en ekki um viðkomandi svæði sem deiliskipulagið tekur til. Að mati sveitarstjórnar fellur skilgreining svæðisins ágætlega að afmörkun landnotkunar á aðalskipulagi sem sýnd er í kvarðanum 1:50.000 á dreifbýlisuppdrætti aðalskipulags. Skilgreind landnotkun svæðisins og heimildir innan þess eru skýrar og telur nefndin nákvæmni afmörkunar á landnotkunarfláka ekki vera þess eðlis að þörf sé á aðalskipulagbsreytingu vegna legu flákans innan landsins. Skilgreining flákans er auk þess í tveimur pörtum, annarsvegar skilgreint sem hringur og hinsvegar sem afmarkað svæði. Málið verði tekið til nánari skoðunar komi til breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og að Skipulagsstofnun verði send tillagan til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 30, Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-177 – 2301004F.
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-177 lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 59. fundar skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 24. janúar 2023.
Mál nr. 3, Tillaga að breyttum gjaldskrám, þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 59. fundar skólaþjónustu- og velferðarnefndar sem haldinn var 24. janúar 2023. Sveitarstjórn frestar staðfestingu fundargerðarinnar.
d) Fundargerð 224. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 20. janúar 2023.Fundargerð 224. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 20. janúar 2023 lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 17. janúar 2023.
Fundargerð Almannavarnarnefndar Árnessýslu sem haldinn var 17. janúar 2023 lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 591. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 13. janúar 2023.
Fundargerð 591. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 13. janúar 2023 lögð fram til kynningar.
2. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Sandi 2, fnr 235-2135.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 24. janúar 2023, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Sandi 2, fnr. 235-2135.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Sandi 2, fnr 235-2135 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
3. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd þar sem óskað er eftir umsögn vegna kæru til nefndarinnar í máli nr. 1/2023, Kiðhólsbraut 27.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 20. janúar 2023 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru til nefndarinnar í máli nr. 1/2023, Kiðhólsbraut 27.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins Óskari Sigurðssyni hrl að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
4. Bréf frá Karli Björnssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, boðun á landsþing 31. mars næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.
5. Aðalfundur Samorku.
Fyrir liggur bréf frá lögfræðingi Samorku, dagsett 27. janúar 2023, þar sem kjörnefnd kallar eftir tillögum frá forsvarsmönnum aðildarfyrirtækjanna á lista til stjórnar og varastjórnar.
Lagt fram til kynningar.
6. Staða málstefnu í stoðkerfi ferðaþjónustunnar – Skiptir hún máli?.
Lagt fram til kynningar.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:20

Getum við bætt efni síðunnar?