Fara í efni

Sveitarstjórn

411. fundur 17. maí 2017 kl. 09:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Ingibjargar Harðardóttur
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Jón Örn Ingileifsson varamaður Sigrúnar Jónu Jónsdóttur
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Gunnar Þorgeirsson

Í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða að taka á dagskrá mál er varðar forkaupsrétt sveitarfélagsins að landi í Norðurkoti lóð nr. 17 við Kóngsveg.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka málið á dagskrá undir lið nr. 13.

 
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes og Grafningshrepps frá 3. maí 2017.                 Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. maí 2017  liggur frammi á fundinum.

2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 133. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 11. maí 2017.

Mál nr. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 21.22. þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 133. Fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita frá 11. Maí 2017eftirfrandi dagskrárliðir þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar:

 
1. Sel lóð lnr. 204582: Aukahús: Deiliskipulagsbreyting - 1704060
Lögð fram umsókn eigenda frístundahúsalóðarinnar Heiðarsel (lnr. 204582) úr landi Sels sem er 18.000 fm og liggur upp að landi Vatnsholts norðan við Mosfell. Er óskað eftir að heimilt verði að byggja allt að 40 fm aukahús en skv. gildandi skilmálum er heimilt að byggja 100 fm frístundahús og 10-15 fm geymslu, svefnhús eða gróðurhús. Á lóðinni er 33,1 fm frístundahús.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að skilmálum deiliskipulagsins verði breytt þannig að byggja megi allt að 40 fm aukahús á lóðinni. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

                       

2. Nesjar lnr. 170908: Vatnshlíð: Aukið nýtingarhlutfall: Fyrirspurn - 1704058
Lögð fram fyrirspurn eigenda 4.000 fm lóðar úr landi Nesja með lnr. 170908 dags. 21. mars 2017 um hvort að heimilt verði að stækka núverandi frístundahús um 80 fm. Núverandi hús er 86,7 fm.

Í skipulögðum frístundabyggðum er almennt miðað við nýtingarhlutfallið 0.03 en á vissum svæðum þar sem lóðir eru minni en 0,5 ha hefur verið heimilað að byggja allt að 120-130 fm. Sveitarstjórn hafnar því  byggt verði um 170 fm hús á lóðinni.

                       
3. Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn - 1602041
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi baðstaðar í landi Hæðarenda. Deiliskipulag svæðisins var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga þann 14. apríl 2016 með athugasemdafrest til 27. maí. Engar athugasemdir bárust en í umsögnum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 19. maí og 7. ágúst 2016 kemur fram að fyrirhuguð baðaðstaða samræmdist ekki gildandi reglugerðum.

Er tillagan nú lögð fram með breytingum i greinargerð til að koma til móts við þessar athugasemdir, þ.e. ekki kemur lengur fram að vatn lónsins verði ómeðhöndlað heldur eingöngu að það verði í samræmi við kröfur laga og reglugerða hverju sinni.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytta tillögu en þar sem ólíklegt er að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda áður en ár er liðið frá því að athugasemdafrestur rann út samþykkir sveitarstjórn að auglýsa tillöguna að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

                       
4.Nesjavallavirkjun lnr. 170925: Uppbótahola: Framkvæmdaleyfi - 1703090
Lögð fram endurskoðuð beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir borun uppbótarholu á Nesjavöllum. Á fundi skipulagsnefndar 6. apríl var umsókn um framkvæmdaleyfi tekið fyrir en málinu frestað þar til fyrir lægju umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Skipulagsstofnunar. Umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir þar sem ekki er gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis.

Í endurskoðaðri umsókn er gert ráð fyrir að færa staðsetningu holunnar og var gert ráð fyrir því í umsögn Skipulagsstofnunar. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur ekki fyrir en von er á henni í lok vikunnar.

Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 16. Maí þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við að veitt verði framkvæmdaleyfi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framkvæmdaleyfi verði veitt.                        

5. Nesjavallavirkjun lnr. 170925: Sumarvarmalosun á Mosfellsheiði: Framkvæmdaleyfi - 1702031
Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps 1. mars 2017 var samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir niðurdælingum á holum HK- 35 og HK - 36 með skilyrði um að boruð yrði mælingarhola í rennslisstefnu í samráði við Vatnaskil. Jafnframt var gerður fyrirvari um umsögn Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Nú liggja allar umsagnir fyrir, ákveðið hefur verið hvar eftirlitshola verður staðsett og Forsætisráðuneytið hefur samþykkt niðurdælingu innan Þjóðlendu.

Sveitarstjórn samþykkir að  gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir niðurdælingu til 1. nóvember 2017. Skilyrt er að þá verði framtíðarlausn á nýtingu kæliturns orðin að veruleika.

                       
6. Ferjubraut: Öndverðarnes: Hækkun nýtingarhlutfalls: Deiliskipulagsbreyting - 1705009

Lögð fram umsókn Ómars Péturssonar dags. 2. maí 2017, f.h. lóðarhafa Ferjubrautar 9 í Öndverðarnesi, þar sem óskað er eftir að nýtingarhlutfalli lóðarinnar verði breytt úr 0.03 í 0.036. Lóðin er 6.200 fm sem felur í sér að skv. gildandi skipulagi er heimilt að byggja hús sem samtals eru 186 fm að stærð en með breyttu skipulagi yrði heimilt að byggja 223 fm.

Sveitarstjórn hafnar því  að breyta skilmálum svæðisins þar sem það væri í ósamræmi við gildandi aðalskipulag og það sem almennt gildir í flestum frístundahúsahverfum í sveitarfélaginu.

                       

7.Sturluholt lnr. 189339: Tilfærsla á lóðum og nafnabreyting: Deiliskipulagsbreyting - 1705014
Lögð fram umsókn Kára Steinars Karlssonar dags. 4. maí 2017 f.h. Skökuhóls ehf. um breytingu á deiliskipulagi Sturluholts sem felst í færslu á frístundahúsalóð og breytingu á heiti hennar. Meðfylgjandi er umboð meirihluta stjórnar Skökuhóls til umsækjenda með heimild til að skila inn gögnum til skipulags- og byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu á staðsetningu lóðar en mælir ekki með að lóðin fái nafnið Brekkur þar sem þegar eru til frístundahúsálóðir með því nafni í sveitarfélaginu. Samþykkt er að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

                       
8.         Hallkelshólar lóð 108: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús - 1704033

            Lögð fram umsókn Katrínar Stefánsdóttur dags. 7. apríl 2017 um leyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti, samtals 104,5 ferm á lóðinni Hallkelshólar lóð 108.

            Sveitarstjórn samþykkir  að gefið verði út byggingarleyfi í samræmi við umsókn með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir aðliggjandi lóða.

Mál nr. 22 og 23 sameiginleg mál afgreiðsla byggingarfulltrúa 52. fundur frá 12. apríl og 53. fundur frá 26. apríl.
Fundargerðirnar lagðar fram.

b)      Fundargerð Stjórn byggðasamlags Umhverfis og tæknisvið dags. 11. maí 2017.
Fundargerðin staðfest.

c)      Fundargerð ferðamálaráð Uppsveita frá 10 apríl 2017.
Fundargerðin lögð fram.

d)     Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 2. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram.

e)      Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 2. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram.

 
f)       Fundargerð Nos frá 25. apríl 2017.
Fundargerðin lögð fram ásamt Ársreikningi byggðarsamlagsins fyrir árið 2016.

  
3.        Aðalskipulag Mosfellsbæjar til umsagnar dag. 2. maí 2017.
Fyrir liggur erindi dagsett 2. Maí 2017 frá Ólafi Melsted skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar varðandi breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar skipulagsins.

4.       
Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028 til umsagnar dags. 3. maí 2017.
Fyrir liggur erindi frá Pétri Inga Haraldssyni skipulagsfulltrúa fyrir hönd Flóahrepps vegna endurskoðunar aðalskipulags Flóahrepps 2016 – 2028.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á skipulaginu.

5.        Drög að reglugerð um rekstur héraðssjalasafns til umsagnar dags. 8. maí 2017.
Fyrir liggur erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands þar sem óskað er eftir umsögn við reglugerð um héraðsskjalasöfn. Athugsemdafrestur er til 16. júní 2017.

Reglugerðin lögð fram, oddvita falið að vinna umsögn í samráði við skjalavörð Héraðsskjalasafns Árnessýslu.

Aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2017.
Fundarboð um aðalfund Landskerfis bókasafna,  sem haldinn verður í Reykjavík þann 24. maí næstkomandi kl. 14.00.

Erindið lagt fram.

 
Aðalfundarboð Límtré Vírnet ehf. 2017.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Límtré Vírnets ehf. sem haldinn verður 17. Maí kl. 14.00 á hótel Natura í Reykjavík.

Erindið lagt fram.

 
Bókun skólanefndar Menntaskólans að Laugarvatni frá 21. apríl 2017.
Fyrir liggur erindi skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni þar sem kynnt er bókun skólanefndar Menntaskólans frá 21. apríl síðastliðnum þar sem rætt er um aðstöðu til íþróttakennslu fyrir nemendur skólans.

Sveitarstjórn  tekur undir bókun skólanefndar Menntaskólans á Laugarvatni varðandi mikilvægi þess að íþróttahús verði starfrækt á Laugarvatni er nýtast myndi menntaskólanum. Rétt er að hafa í huga að öflugt íþrótta- og félagslíf hefur verið eitt af aðalsmerkjum Menntaskólans að Laugarvatni. Ungmenni úr Grímsnes og Grafningshreppi hafa sótt skólann í áratugi og lítur sveitarstjórn  svo á að ef að ekki finnst ásættanleg lausn á rekstri íþróttamannvirkja við skólann sé mikilvægri stoð kippt undan skólastarfinu. Því hvetur sveitarstjórn ráðherra mennta- og menningarmála og ráðherra fjármála að finna viðhlítandi lausn til framtíðar hið allra fyrsta.

Hæstaréttardómur frá 11. maí 2017. Vegna Illagils 21.
Fyrir liggur tölvupóstur frá lögmanni sveitarfélagsins Óskari Sigurðssyni þar sem niðurstaða Hæstaréttar staðfestir dóm Héraðsdóms Suðurlands í máli Lárusar Helgasonar gegn sveitarfélaginu.

Erindið lagt fram.

 
10.    Til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna 190. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
11.    Til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir 438. mál.
Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á að frumvarpið verði kostnaðarmetið á vettvangi sveitarstjórnarstigsins en ekki einvörðungu af fulltrúum fjármálaráðuneytisins þar sem verulegur kostnaðarauki fylgir frumvarpinu.

 
12.    Til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga 439. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
13.    Aukamál forkaupsréttur af Kóngsvegi 17.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti.

  

Til kynningar
Stjórnarfundur SASS frá 5. maí 2017
Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands frá 3. maí 2017.
Ársreikningur Skógræktarfélags Grímsnesinga 2016.
Ársreikningur Samtaka Orkusveitarfélaga 2016.
Leiðbeiningarrit um algilda hönnun utandyra. (liggur frammi á fundinum)
Umhverfisskýrsla Orkuveitur Reykjavíkur 2016. ( liggur frammi á fundinum)
Ársskýrsla Byggðarstofnunar 2016. ( liggur frammi á fundinum)
Ársreikningur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2016. ( liggur frammi á fundinum)

Getum við bætt efni síðunnar?