Fara í efni

Sveitarstjórn

498. fundur 03. febrúar 2021 kl. 13:00 - 16:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Smára Bergmann Kolbeinssonar
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Fundargerðir

a)      Fundargerð 25. fundar fjallaskilanefndar, 15. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 210. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. janúar 2021.

Mál nr. 14, 15, 16 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 210. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 27. janúar 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 14: 2101044 - Mosfellsheiði innan Grímsnes- og Grafningshrepps; Vindorka; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Zephyr Iceland ehf. er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Mosfellsheiði fyrir vindorkugarð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til heildar endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps sem nú stendur yfir.

Mál nr. 15: 2101030 - Grímkelsstaðir 21(L170864); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Stefánsdóttur fyrir hönd Halldórs Harðarsonar og Þuríðar Einarsdóttur, móttekin 14. janúar 2021 um byggingarleyfi til að byggja 14,8 m2 gróðurstofu við sumarbústað ásamt 12,8 m2 óupphituðum kjallara á sumarbústaðalandinu Grímkelsstaðir 21 (L170864) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 79,4 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 16: 2101054 - Kerið; Hverfisverndarsvæði H1; Göngustígar og pallar; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Kerfélaginu ehf. er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst breyting á ákvæðum hverfisverndar H1 sem tekur til Kersins í Grímsnesi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til heildar endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps sem nú stendur yfir.

Mál nr. 20: 2011002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-135.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2021.

 c)      Fundargerð 209. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 15. janúar 2021.

Mál nr. 3 a) þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 209. fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dagsett 15. janúar 2021. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Mál nr. 3 a): Tillaga að samþykkt um vatnsvernd verði send sveitarfélögum á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til kynningar og umræðu.

Drög að samþykkt verða send sveitarstjórnum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða drög að samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs.

 d)     Fundargerð 198. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 22. janúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 566. fundar stjórnar SASS, 15. janúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Minnisblað og starfslýsing vegna verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags.

Fyrir liggur minnisblað frá Ástu Stefánsdóttur sveitarstjóra Bláskógabyggðar, dags. 21. janúar 2021, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að halda áfram samstarfi um verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags. Samþykki hlutaðeigandi sveitarfélög að halda samstarfinu áfram er lagt til að starfið verði auglýst og gerður ótímabundinn ráðningarsamningur, en einnig er lagt til að tímabundinn ráðningarsamningur verði framlengdur á meðan starfið er auglýst og gengið frá ráðningu. Jafnframt er lögð fram starfslýsing vegna starfsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða starfslýsinguna og áframhaldandi þátttöku í samstarfi um verkefnastjóra miðað við framlagðar forsendur.  

3.  Úrskurður nr. 120/2020 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 120/2020 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. október 2020 um að leggja til að óveruleg breyting yrði unnin á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Norðurkots vegna lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 4.

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að kærumáli þessu eru vísað frá úrskurðarnefndinni.

Lagt fram til kynningar.

4.  Úrskurður nr. 130/2020 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 130/2020 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. nóvember 2020 um að synja beiðni um breytingu Aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 vegna lóðarinnar Kerhraun C 103/104.

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að kærumáli þessu eru vísað frá úrskurðarnefndinni.

Lagt fram til kynningar.

5.  Skipulagsmál - 1709092 - Heiðarbrún 2-10 í landi Bjarnastaða 1; Landbúnaðarsvæði með lögbýlisrétti; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram að nýju tillaga að breyttu aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Áður hefur tillaga verið kynnt. Athugasemd barst á kynningartíma. Í tillögunni felst breyting á landnotkun stakrar lóðar í jaðri frístundasvæði F51a. Svæðið breytist úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Fyrirliggjandi svæði er óbyggt og liggur að landbúnaðarlandi. Umfang breytingar hefur minnkað frá áður kynntri lýsingu verkefnisins. Samhliða er unnin breyting á deiliskipulagi. Í athugasemd fólst að upphaflegur málsaðili málsins gerði athugasemd við að stök lóð væri tekin út fyrir með aðalskipulagsbreytingu og óskað er eftir því að lóð Heiðarbrúnar 4 verði innan viðkomandi breytingar einnig.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til heildar endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps sem nú stendur yfir.

6.  Minnisblað frá Berki Brynjarssyni vegna útboðs á sorphirðu 2021-2025.

Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni vegna sameiginlegs útboðs Uppsveita Árnessýslu á sorphirðu. Fyrir liggur að ákveða þarf hvort bjóða skuli út sameiginlega eða í sitthvoru lagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Grímsnes- og Grafningshreppur muni verða með sjálfstætt útboð á sorphirðu en samræmi áherslur við hin sveitarfélögin í útboði.

7.  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXVI. landsþing Sambandsins.

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. janúar 2021 þar sem tilkynnt er að XXXVI. landsþing Sambandsins verði haldið þann 26. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík ef aðstæður leyfa, en að öðrum kosti rafrænt þann sama dag.

8.  Umsögn Vegagerðarinnar vegna vegtengingar að Stóru-Borg lóð 13 (L218057).

Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar vegna vegtengingar að Stóru-Borg lóð 13 (L218057) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Gert er ráð fyrir aðkomu af Biskupstungnabraut (35-03).

Lagt fram til kynningar.

9.  Stöðuskýrsla nr. 10 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. janúar 2021, þar sem kynnt er 10. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

10.  Íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. desember 2020.

Fyrir liggur íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. desember 2020 frá Þjóðskrá Íslands. Samkvæmt íbúaskránni var íbúafjöldi sveitarfélagsins 497 þann 1. desember 2020.

Lagt fram til kynningar.

11. Beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um umsögn á drögum að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um umsögn á drögum að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fagnar framkominni stefnu Umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum. Sveitarstjórn gerir þó athugasemdir við að í stefnunni sé ekki tekið tillit til þeirra sveitarfélaga þar sem frístundahús eru stór hluti af fasteignum. Taka verður tillit til þess að notkun slíkra húsa er ólík notkun íbúðarhúsa, og er þar af leiðandi hætt við því að erfiðara verði að uppfylla töluleg markmið. Rannsóknir sýna að flokkun er best ef hún er innan lóðar viðkomandi fasteignar, en almennt er ekki boðið upp á slíka þjónustu í frístundahúsahverfum. Þess í stað er stuðst við grenndarstöðvar eða gámasvæði, sem skila lakari flokkun heldur en flokkun innan lóðar, og flækja umtalsvert innheimtu gjalds miðað við notkun. Skoða þarf einnig tillöguna um innheimtu gjalds sem næst raunkostnaði út frá ofangreindum sjónarmiðum. Þrátt fyrir að sveitarstjórn sé fylgjandi þeirri stefnu að „þeir borgi sem hendi“ verður útfærsla á slíkri stefnubreytingu að liggja fyrir áður en hún verður fest í lög.

12.  Beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um umsögn á drögum að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.

Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um umsögn á drögum að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.

Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru skráðir um 500 íbúar og tæplega 3000 frístundahús, sem reikna má með að hendi úrgangi í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn hefur undanfarin ár unnið ötullega að aukinni flokkun fyrir íbúa og frístundahús í sveitarfélaginu, meðal annars með því að setja á laggirnar grenndarstöðvar víða í sveitarfélaginu þar sem boðið er upp á ítarlega flokkun á heimilisúrgangi.

Í 14. grein segir „Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að tölulegum markmiðum sem sett eru um heimilisúrgang og lífrænan úrgang sé náð á þeirra svæði“.

Í 16. grein segir „Skylt er að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við viðkomandi þjónustu, svo sem með því að miða gjaldið við magn úrgangs, gerð úrgangs, losunartíðni, frágang úrgangs og aðra þætti sem áhrif hafa á kostnað við meðhöndlun úrgangs viðkomandi aðila“.

Sveitarstjórn gerir miklar athugasemdir við að í frumvarpinu sé ekki tekið tillit til þeirra sveitarfélaga þar sem frístundahús eru stór hluti af fasteignum. Taka verður tillit til þess að notkun slíkra húsa er ólík notkun íbúðarhúsa, og er þar af leiðandi hætt við því að erfiðara verði að uppfylla töluleg markmið. Rannsóknir sýna að flokkun er best ef hún er innan lóðar viðkomandi fasteignar, en almennt er ekki boðið upp á slíka þjónustu í frístundahúsahverfum. Þess í stað er stuðst við grenndarstöðvar eða gámasvæði, sem skila lakari flokkun heldur en flokkun innan lóðar, og flækja umtalsvert innheimtu gjalds miðað við notkun. Skoða þarf einnig tillöguna um innheimtu gjalds sem næst raunkostnaði út frá ofangreindum sjónarmiðum. Þrátt fyrir að sveitarstjórn sé fylgjandi þeirri stefnu að „þeir borgi sem hendi“ verður útfærsla á slíkri stefnubreytingu að liggja fyrir áður en hún verður fest í lög. Jafnframt gerir sveitarstjórn athugasemd við að í frumvarpinu sé lagt til að breyting á innheimtu gjalds eigi sér stað á miðju ári.

Í greinagerðinni með drögunum að breytingu á lögunum er farið yfir mat á áhrifum á hverri grein og þar er talað um að ráðuneytið ráðgeri að setja af stað vinnu við gerð leiðbeininga til sveitarfélaga um möguleika við útfærslu á breyttri innheimtu í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps vill hér með bjóða fram fulltrúa frá sveitarfélaginu í þessa vinnu og telur að þar sem stærsta frístundabyggð landsins sé í sveitarfélaginu sé fulltrúi sveitarfélagsins vel til þess fallinn að koma með punkta inn í þessa umræðu.

13.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar, 125. mál.

Lagt fram til kynningar.

14.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggst gegn framkominni tillögu þar sem hún muni verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar.

15.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

Afgreiðslu málsins frestað.

16.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

Lagt fram til kynningar.

17.  Beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um umsögn á drögum að breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar og orkunýtingaráætlun (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku).

Lagt fram til kynningar.

18.  Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

19.  Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

20.  Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl.), 375. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?