Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða
a) Næsti fundur sveitarstjórnar.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. nóvember 2011 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerð oddvitafundar 14.11 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2012.
Fyrir liggja tillögur að álagningu gjalda og gjaldskrármála vegna 2012.
Útsvarshlutfall árið 2012 verður hækkað úr 13,94% í 14,48%.
Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,50% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar eða meira og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign.
Afslættir vegna fasteignagjalda 2012 hjá elli- og örorkulífeyrisþegum:
|
Tekjuviðmiðun |
|
|
Einstaklingar |
Frá |
Að |
afsláttur |
|
0 |
1.934.730 |
100 % |
|
1.934.731 |
2.133.394 |
80% |
|
2.133.395 |
2.348.165 |
50% |
Hjón |
|
|
|
|
0 |
2.715.066 |
100% |
|
2.715.067 |
2.933.417 |
80% |
|
2.933.418 |
3.309.266 |
50% |
|
|
|
|
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:
Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.
Seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 6.555 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,1% af fasteignamati húss.
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðamörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 150.000.
Álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar vegna heimilissorp er:
Sorphirðugjald:
Ílátastæðir Grátunna Blátunna
240 L ílát 12.605 kr. 5.467 kr.
660 L ílát 36.373 kr. 16.737 kr.
1.100 L ílát 59.778 kr. 27.053 kr.
Grátunna: Hirðing á 14 daga fresti.
Blátunna: Hirðing á 42 daga fresti.
Sorpeyðingargjald:
Íbúðarhúsnæði 13.786 kr.
Frístundahúsnæði 9.101 kr.
Lögbýli 6.068 kr.
Fyrirtæki 12.135 kr.
Gjaldtaka á móttökustöð miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Húsráðanda er heimilt að afsetja á sjö daga fresti heimilisúrgang allt að 2 m3 án gjaldtöku. Gjaldtakan er að lágmarki 0,25 m3 og hleypur á 0,25 m3 eftir það.
Móttökugjald á einn m3 4.000 kr.
Vatnsskattur íbúðarhúsa verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 40.000 og lágmarksálagning verði kr. 20.000 á hús. Vatnsskattur frístundahúsa verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 40.000 og lágmarksálagning verði kr. 20.000 á hús. Vatnsskattur fyrirtækja verði 0,20% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 150.000 og þau fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 359.088. Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 541.363. Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 20.000. Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 40.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.
Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm. Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.
5. 5. gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:
A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu.
Hemlagjald fyrir hvern mínutulíter á mánuði hækkar úr kr. 1.903 í kr. 2.036.
B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 1.696 á mánuðií kr. 1.815.
C. Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 90,53 í kr. 96,87.
Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 6.108 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.
Mælagjald á mánuði:
C1 Stærð mælis/hemils DN 15 971 kr.
C2 Stærð mælis/hemils DN 20 1.387 kr.
C3 Stærð mælis/hemils DN 25 1.716 kr.
C4 Stærð mælis/hemils DN 32 2.045 kr.
C5 Stærð mælis/hemils DN 40 2.375 kr.
C6 Stærð mælis/hemils DN 50 3.251 kr.
D. Stofngjöld
Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 518.281 og að auki eru greiddar 197kr/m3. Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 301.276 og að auki 197kr/m3. Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 518.281. Gjald fyrir auka mælagrind er kr.77.328.
Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 4.027 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.
E. Önnur gjöld
Lokunargjald verður kr. 10.037 og auka álestur kr. 5.019.
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2012.
6. Lóðaleiga 1% af lóðamati.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar
4. Fjárhagsáætlun 2012, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjárhagsárið 2012. Sveitarstjórn vísar áætlunni til annarrar umræðu.
5. Starfshlutfall oddvita.
Sveitarstjórn samþykkir að auka starfshlutfall oddvita úr 50% í 75%.
6. Fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps fyrir árið 2012. Hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps er áætlaður um 25 millj. kr. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun embættisins og hefur gert ráð fyrir hlut sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2012.
7. Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Fyrir liggur beiðni frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógbyggðar um styrk vegna fyrirlesturs fyrir foreldra um einelti. Sveitarstjórn samþykkir að veita 15.000 kr. styrk til verkefnisins.
8. Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs.
Fyrir liggur beiðni frá foreldrafélagi Kerhólsskóla um styrk að fjárhæð kr. 30.000 vegna jólaballs þann 20. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.
9. Brennu- og skoteldaleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita brennu- og skoteldaleyfi.
10. Umsögn um drög að nýrri skipulagsreglugerð.
Á fundi sveitarstjórnar þann 9. nóvemvber s.l. lá fyrir beiðni Umhverfisráðuneytis um umsögn vegna nýrrar skipulagsreglugerðar. Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps og liggur umsögnin fyrir. Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á að fullt tillit verði tekið til athugasemda skipulags- og byggingarnefndar og gerir athugasemdir og tillögur nefndarinnar að sínum.
11. Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. vegna krafna Sigurjóns Ásbjörns Hjartarsonar á hendur Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. vegna krafna Sigurjóns Ásbjörns Hjartarsonar á hendur Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.
12. Bréf frá Innanríksráðuneyti vegna stjórnsýslukæru Hjörleifs B. Kvaran hrl. f.h. Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 22.11 2011 vegna stjórnsýslukæru Hjörleifs B. Kvaran hrl. f.h. Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs. Lögmaður sveitarfélagsins hefur þegar svarað bréfinu vegna tíma annmarka.
13. Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. til Innanríkisraðuneytis vegna stjórnsýslukæru Hjörleifs B. Kvarans f.h. Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. við bréfi frá Innanríkisráðuneytinu dagsett 22. nóvember s.l. Sveitarstjórn staðfestir bréf lögmannsins.
14. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni.
Tillagan lögð fram.
15. Samningur við Sólheima.
Fyrir liggur samningur milli Sólheima og Sveitarfélagsins Árborgar f.h. sameiginlegs þjónustusvæðis Suðurlands um þjónustu við fatlaða. Sveitarstjórn samþykkir fylgiskjal B í samningnum og gert hefur verið ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2012.
Sveitarstjórn fagnar því að samkomulag hafi náðst.
Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.
16. Kauptilboð í veiðirétt og veiðihús í Ásgarðslandi.
Fyrir liggur kauptilboð í veiðrétt og veiðihús sveitarfélagsins í Ásgarðslandi. Sveitarstjórn hafnar kauptilboðinu.
17. Önnur mál.
a) Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að næsti fundur sveitarstjórnar þann 21. desember n.k. hefjist klukkan 14:00.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 209. stjórnarfundar 22.11 2011.
Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um endurskipulagningu á heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.
Bréf frá Skipulagsstofnun vegna bráðabirgðaákvæðis laga nr. 123/2010.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands um tillögur sem samþykktar voru á 47. sambandsþingi UMFÍ og stjórnin vill vekja athygli á.
Rauði borðinn, tímarit Alnæmissamtaka Íslands 33. blað 22. árg 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Börn með krabbamein, tímarit Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna 2. tbl 17. árg 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:20