Fara í efni

Sveitarstjórn

564. fundur 06. mars 2024 kl. 09:00 - 11:21 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 17. fundar Atvinnu- og menningarnefndar, 2. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar Atvinnu- og menningarnefndar sem haldinn var 2. febrúar 2024.
b) Fundargerð 28. fundar Ungmennaráðs, 27. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar Ungmennaráðs sem haldinn var 27. febrúar 2024.
c) Fundargerð 275. fundar skipulagsnefndar UTU, 28. febrúar 2024.
Mál nr. 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 275. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 28. febrúar 2024.
Mál nr. 10; Minna-Mosfell L168262; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi – 2307044.
Lögð er fram umsókn frá IceWild ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Minna-Mosfells eftir grenndarkynningu. Um er að ræða alls 91,5 ha svæði, flatarmál gróðursetningar tekur til 62 ha. Athugasemdir og umsagnir bárust á grenndarkynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara.
Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að leggja fram ítarlegri rökstuðning fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar á grundvelli umsagna sem bárust frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Minjastofnun Íslands. Innan umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar kemur m.a. fram að stór hluti svæðisins falli undir vistgerðir sem hafa hátt og mjög hátt verndargildi og njóta verndar samkvæmt Bernarsamningnum í samræmi við vistgerðarkort NÍ. Jafnframt er bent á að stórfelld skógrækt, geti verið skaðleg fyrir líffræðilega fjölbreytni, sérstaklega ef notaðar eru framandi tegundir sem reynast ágengar, líkt og getur verið tilfellið með stafafuru hérlendis. Sveitarstjórn bendir þó á að nákvæmni vistgerðarkorts er gróf og mælist til þess að fyrrgreint mat Umhverfisstofnunar verði skoðað nánar að hálfu umsækjanda. Innan umsagnar Minjastofnunar Íslands er farið fram á að skógræktarsvæðið verði skráð m.t.t. fornleifa. Á grundvelli framlagðra umsagna samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fresta afgreiðslu framkvæmdaleyfis.
Mál nr. 11; Skagamýri 10 (L230105); byggingarheimild; þrjú gestahús – 2402034.
Móttekin er umsókn, þ. 26.01.2024, um byggingarheimild fyrir þremur 35 m2 gistihúsum á landinu Skagamýri 10 L230105 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ekki er tiltekið um heimildir fyrir uppbyggingu gestahúsa innan gildandi deiliskipulags svæðisins.
Samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er umrætt svæði skilgreint sem L3, landbúnaðarland með rúmum byggingarheimildum. Skilmálar deiliskipulags svæðisins eru ekki í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags og þyrfti að mati sveitarstjórnar að vinna breytingu á skipulagi til samræmingar við stefnumörkun aðalskipulags. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að meginlandnýting svæðisins verði áfram landbúnaður sem atvinnustarfsemi og/eða áhugabúskapur. Að mati sveitarstjórnar felst í því að meginstarfsemi sé til staðar í því formi sem ætlast er til innan lóðanna m.a. með uppbyggingu á íbúðarhúsi til fastrar búsetu á svæðinu. Að mati sveitarstjórnar er uppbygging 3ja gistihúsa á lóðinni ekki í takt við meginnotkun svæðisins á meðan ekkert annað hefur verið byggt á lóðinni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja umsókn um byggingarheimild.
Mál nr. 12; Nesjavellir L170925; Nesjavallavirkjun; Deiliskipulag - 2310056.
Lögð er fram tillaga sem tekur til heildarendurskoðunar á deiliskipulagi Nesjavallavirkjunar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Endurskoðunin er m.a. til komin vegna væntanlegrar fjölgunar á borholum og staðarvali fyrir niðurdælingu þar sem í gildandi deiliskipulagi er takmarkað svigrúm fyrir frekari viðhaldsboranir. Í tengslum við þessar breytingar er afmörkun skipulagssvæðisins endurskoðuð í samræmi við breytta afmörkun iðnaðarsvæðis og hverfisverndar í aðalskipulagi. Þá verða færð inn í deiliskipulagið þau mannvirki og lagnir sem byggð hafa verið á síðustu 10 árum ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á tímabilinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Ásdís Benediktsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir frá Orkuveitunni, Erla Björg Aðalsteinsdóttir frá VSÓ ráðgjöf, Halldóra Narfadóttir og Finnur Kristinsson frá Landslagi ehf og Harpa Pétursdóttir fulltrúi ON komu inn á fundinn undir þessum lið og kynntu verkefnið ásamt framtíðaráformum ON við Nesjavelli.
Mál nr. 13; Klausturhólar gjallnámur L168965; Efnistaka Seyðishólum, náma E24; Framkvæmdarleyfi - 2302043.
Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu E24, Seyðishólum sem samþykkt var í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þann 29.6.2023 var fellt úr gildi með úrskurði Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 98/2023. Á grundvelli þess úrskurðar er málið lagt fram að nýju til afgreiðslu. Lögð er fram uppfærð greinargerð framkvæmdaleyfis þar sem framkvæmdin er m.a. rökstudd með ítarlegri hætti en áður. Fyrirhugað er að taka 500.000 m3 af efni úr námunni á næstu 15 árum eða um 33.000 m3 á ári. Stærð námusvæðisins er 3,5 ha í dag og er áætlað að raskað svæði verði við áframhaldandi efnistöku í heild 4,4 ha. Með umsókninni er lagt fram álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt umhverfismatsskýrslu. Gert er ráð fyrir að leyfið gildi til 31. desember 2039.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og laga um umhverfismat framkvæmda- og áætlana nr. 111/2021. Leyfið verði gefið út með gildistíma til 31. desember 2039. Að mati sveitarstjórnar koma allar helstu forsendur fyrir útgáfu leyfisins fram innan framlagðrar greinargerðar framkvæmdaleyfisins. Lagður er fram ítarlegri rökstuðningu fyrir útgáfu rekstrarleyfis vegna efnistöku innan greinargerðar framkvæmdaleyfis þar sem eftirfarandi atriði koma m.a. fram:
Um þegar raskað svæði er að ræða. Líkt og kemur fram í umhverfismatsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar er svæðið þegar raskað af fyrri efnistöku. Það réttlætir þó ekki sjálfkrafa áframhaldandi rask en vegur óneitanlega þungt að mati sveitarfélags um ákvörðun fyrir áframhaldandi efnistöku. Ljóst er að afla verður jarðefna fyrir framkvæmdir í sveitarfélaginu og er það mat sveitarfélagsins að umhverfisáhrif séu minni ef nýtt er náma sem nú þegar er opin og allir innviðir til staðar. Efnisþörfin hverfur ekki þó viðkomandi námuvinnslu væri hætt og myndi ásókn í aðrar námur aukast, eða þá að opna þyrfti nýjar námur með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þar af leiðandi telur sveitarfélagið að það sé brýn nauðsyn að leyfa efnistöku á þegar röskuðu svæði í stað þess að opna ný efnistökusvæði. Um er að ræða sérstakt efni í samfélaginu. Rauðleita jarðefnið sem fæst úr Seyðishólum og hefur verið notað í stóran hluta malar- og sumarbúastaðavega á svæðinu er fyrir löngu orðið einkennandi fyrir svæðið og hluti af ímynd þess og sögu. Vilji er hjá sveitarfélaginu að halda í þetta einkenni. Áframhaldandi nýting sé skynsamleg út frá kolefnisspori. Mikil uppbygging í Grímsnesi kallar á mikla notkun jarðefna og er flutningur á efninu veigamikill þáttur í kolefnisspori framkvæmda. Það minnkar því kolefnissporið umtalsvert að hafa aðgang að opinni námu í nærumhverfinu. Álag á vegi og umferð er jafnframt minna sem og slit á ökutækjum, allt þetta stuðlar að minni umhverfisáhrifum heldur en ef sækja þyrfti efni um langan veg. Engin önnur náma af sambærilegri stærð er nær stóru sumarbústaðabyggðunum í Grímsnesi meðfram Soginu og Hvítá. Áframhaldandi nýting sé skynsamleg út frá lægri byggingarkostnaður. Jarðefni er nauðsynlegur þáttur í innviða- og mannvirkjagerð og flutningskostnaður hefur mikil áhrif á kostnaðarlið jarðefna í framkvæmdum. Að hafa aðgang að opinni námu í nærumhverfinu minnkar byggingarkostnað og eykur hagkvæmni uppbyggingar í sveitarfélaginu. Áframhaldandi rekstur efnistökusvæðisins hefur áhrif á atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Efnistakan í Seyðishólum er af þeirri stærðargráðu að hún hefur teljandi áhrif á atvinnulíf í sveitarfélaginu og stöðvun hennar myndi skilja eftir sig skarð sem eftir væri tekið.
Mál nr. 14; Hraunkot; Hraunborgir; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2205021.
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulags frá Sjómannadagsráði er varðar deiliskipulag frístundasvæðis í Hraunkoti eftir auglýsingu. Málið var kynnt sem breyting á deiliskipulagi. Eftir kynningu var tekin ákvörðun um að leggja fram tillögu sem tekur til heildarendurskoðunar á deiliskipulagi svæðisins. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun lóða. Stærðum aðalhúss og geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð. Skipulagssvæðin eru tvö í dag, A og B, en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði. Þjónustuhús og golfvöllur svæðisins hafa verið tekin inn í skipulagið eftir auglýsingu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag að það verði auglýst að nýju á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem töluverðar breytingar hafa verið unnar á gögnum málsins frá fyrri auglýsingu.
Mál nr. 15; Borgarhólsbraut 7 L169737; Heimreið; Framkvæmdarleyfi - 2402068.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til beiðni um gerð innkeyrslu inn á lóð Borgarhólsbrautar 7.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt lóðarhöfum Borgarhólsbrautar 5 og 9.
Mál nr. 18; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-199 - 2402003F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 24 – 199.
d) Fundargerð 105. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 14. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 105. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 14. febrúar 2024.
e) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 13. febrúar 2024.
Mál nr. 6. þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var þann 13. febrúar 2024.
Mál nr. 6; Öldungaráð Uppsveita og Flóa – Tillaga stjórnar um formann og varaformann.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um að Sigríður Kolbrún Oddsdóttir, Grímsnes- og Grafningshreppi verði formaður og Þröstur Jónsson, Hrunamannahreppi verði varaformaður.
f) Fundargerð 17. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 15. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var þann 15. febrúar 2024.
g) Fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 9. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 943. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 9. febrúar 2024.
h) Fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 23. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 23. febrúar 2024.
2. Gjaldskrár veitna Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð eru fram minnisblöð frá Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni framkvæmda og veitna, þar sem koma fram tillögur um uppfærslur á gjaldskrám vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu sveitarfélagsins. Breytingarnar felast í því að settir eru inn fleiri möguleikar til tengingar vegna væntra stórnotenda í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera gjaldskrárbreytingar í samræmi við minnisblöðin og felur umsjónarmanni framkvæmda og veitna að hafa gjaldskrár tilbúnar fyrir fyrri fund í apríl mánuði.
3. Borgargil – sérstakir úthlutunar- og útboðsskilmálar athafnasvæðis.
Deiliskipulag vegna Athafnasvæðis við Sólheimaveg var samþykkt í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023, gatnagerð í langt komin og styttist í að úthlutun lóða á svæðinu geti hafist.
Fyrir liggja drög að skilmálum vegna lóðathlutunar við fyrsta áfanga svæðisins, Borgargil.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða sérstaka úthlutunar- og útboðsskilmála við Borgargil með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur oddvita að klára málið.
4. Erindi frá nemendum Kerhólsskóla.
Lögð fram bréf frá unglingadeild Kerhólsskóla þar sem óskað er eftir styrk í formi vinninga á páskabingó sem haldið verður þann 17. mars n.k. og hinsvegar styrks til hráefniskaupa vegna fyrirhugaðrar kaffihúsaopnunar þann 22. mars.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnin og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
5. Tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Arnarbælisvegar (3749-01) af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 26. febrúar 2024 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Arnarbælisvegar (3749-01) af vegaskrá.
Sveitarstjórn gerir athugasemd við niðurfellingu vegarins af vegaskrá enda er enn skráð búseta að Arnarbæli 1b og felur sveitarstjóra að svara Vegagerðinni þess efnis.
6. Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Díönu Kristínu Sigmarsdóttur og Bjarna Þór Jónssyni um leikskóladvöl sonar þeirra utan lögheimilissveitarfélags við Leikskólann Álfaborg í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn hafnar beiðninni samhljóða.
7. Kynning á dagská í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins 2024.
Lagt er fram bréf frá Margréti Hallgrímsdóttur, formanni afmælisnefndar um 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Í bréfinu er dagskrá afmælisársins kynnt og óskað eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskrána með miðlun og hvatningu til þátttöku eins og hentar best á hverjum stað.
Bréfið var lagt fram til kynningar en felur sveitarstjóra að áframsenda bréfið til nefnda sveitarfélagsins.
8. Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 65/2024, „Aðgerðaráætlun landbúnaðarstefnu“.
Sveitarstjórn fagnar framkominni landbúnaðarstefnu og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna umsögn.
9. Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 64/2024, „Aðgerðaráætlun matvælastefnu“.
Sveitarstjórn fagnar framkominni matvælastefnu og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna umsögn.
10. Menningar- og viðskiptaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 63/2024, “Drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030“.
Lagt fram til kynningar.
11. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 60/2024, „Drög að frumvarpi til laga um inngildandi menntun“.
Lagt fram til kynningar.
12. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 61/2024, „Frumvarp til breytinga á raforkulögum (raforkuviðskipti)“.
Lagt fram til kynningar.
13. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 59/2024, „Hvítbók um sjálfbært Ísland“.
Lagt fram til kynningar.
14. Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 50/2024, „Áform um breytingar á lögum um opinber innkaup“.
Lagt fram til kynningar.
15. Umhverfisstofnun auglýsir til umsagnar tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í samræmi við 5. mgr. 26. gr. laga nr. 60/2023 um náttúruvernd.
Lagt fram til kynningar.
16. Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu.
Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:21.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?