Gönguleiðir
Ég get bent á ýmsar leiðir en munið að flestar af þessum leiðum eru hugsaðar út frá sumaraðstæðum og þess vegna er ráðlegt að hafa með einhverja brodda og staf. Allt eftir aðstæðum hverju sinni.
Hér eru nokkrar tillögur,
Nokkuð einfaldar leiðir
- Mosfellið, lagt við kirkjuna
- Arnarfellið við Þingvallavatn: leggja við útskot við þjóðgarðsskilti.
- Kerhól við Seyðishóla, vestan við gámasvæðið í Grímsnesi: tilkomumikill gjallklepragígur, einn af tólf eldstöðvum er mynduðu Grímsneshraun
- Laugarfellið við Geysir
- Reyðarbarmurinn norðan við Kringlumýri, Lyngdalsheiði.
Síðan er aðeins lengra og hærra:
- Vörðufellið, bílastæði rétt sunnan við bæinn Iðu: mjög vinsælt
- Laugarvatnsfjall: bílastæði rétt vestan við hringtorgið (ans brött leið upp og getur verið hálka á leiðinni)
Síðasta sumar var svokallað fella- og fjallgönguverkefni í gangi, þá voru gestabækur þar uppi en nú er búið að taka þær niður. Sjá má fellin og fjöllin hér: http://www.sveitir.is/heilsueflandi-uppsveitir/fellaverkefni
Hér er líka samansafn af gönguleiðum í uppsveitunum: http://www.sveitir.is/upplysingar/gonguleidir
Annars má finna kort af ýmsum gönguleiðum í göngubók UMFÍ, á blaðsíðu 70 í þessu pdf skjali er kort sem sýnir ýmsar gögnuleiðir á Suðurlandi: https://www.umfi.is/media/4920/go-ngubo-k-umfi-2020x.pdf