Fara í efni

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag

3. fundur 16. júní 2021 kl. 10:45 - 11:46 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • - Gunnar Gunnarsson verkefnastjóri Heilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshrepp
  • - Hallbjörn Valgeir Rúnarsson formaður æskulýðs og menningarmálanefndar
  • - Guðrún Ása Kristleifsdóttir formaður Ungmennafélagsins Hvatar
  • - Elín Lára Sigurðardóttir fulltrúi eldri borgara
  • Á fundinn vantaði Björn Kristinn Pálmarsson fulltrúa sveitarstjórnar
  • Gunnar Birkir Sigurðsson og Daníel Arnar Þrastarsson fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hallbjörn V. Rúnarsson

Viðurkenning fyrir heilsueflandi starf

Í erindisbréfi stýrihópsins segir: 

Ár hvert, í febrúar, meti stýrihópur vinnu síðasta árs og velji einstakling, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök fái viðurkenningu fyrir heilsueflandi starf sem ekki aðeins snerti sitt eigið umhverfi heldur einnig nærsamfélagið í kring (fjölskyldur, viðskiptavini eða nágranna).

Gunnar hafði lagt til að þetta yrði gert og veitt viðurkenning núna á 17. júní. Rætt var um nokkur félagasamtök og fyrirtæki og þótti nokkuð erfitt að velja. Ræddum um að þessi viðurkenning væri hvatning fyrir aðra, fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklinga.

Eftir mikla umræðu var niðurstaðan að veita nokkrum aðilum viðurkenningu í þetta skiptið þar sem árið 2020 hefði verið óvenjulegt og þetta væri í fyrsta skiptið sem þetta er framkvæmt. Næstu ár væri þó markvissara að velja einungis einn aðila.

Aðilarnir sem veita skal viðurkenningu eru:

  • Kvenfélag Grímsneshrepp fyrir áheitagöngu sem fékk mikla athygli og skipulagðar síðdegisgöngur.
    • Gunnar ræðir við Rögnu, formann kvennfélagsins
  • Slitgigtarskólinn undir góðri leiðsögn Þoríði Soffíu Haraldsdóttur og frábærs starfs hreyfistjóranna Elínar Láru Sigurðardóttur og Karenar Jónsdóttur, en skólinn er öllum opinn.
    • Lára hefur samband við Kareni
  • Sólheimar ses. með daglegar hádegisgöngur um Fjósahring og samstarf við Fríska Flóamenn.
    • Halli talar við Valgeir, frá íþróttafélaginu Gný sem fulltrúa Sólheima.
  • Ungmennafélagið Hvöt fyrir líflegt og kröftugt barnastarf og gott samstarf við önnur ungmennafélög í uppsveitum.
    • Guðrún Ása tekur á móti
  • Kerhólsskóli sem viðhafði daglegar göngur, míluna eða „the daily mile“ þegar sem mestar hömlur voru á skólastarfi vegna faraldursins. Mílan er orðið að göngurútínu sem öll börn í sveitinni þekkja í dag. Auðvitað er skorað á foreldra að biðja börnin að sýna sér leiðina.
    • Gunnar ræðir við Jónu og Guðrún Ása mætir líka.
Getum við bætt efni síðunnar?