Fara í efni

Sveitarstjórn

387. fundur 06. apríl 2016 kl. 09:00 - 11:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Harðar Óla Guðmundssonar
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Jón Örn Ingileifsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. mars 2016.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. mars 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 52. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 15. mars 2016.
Lögð fram 52. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 15. mars 2016. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Niðurstöður kannana, vetrarfrí og frístund.
Fyrir liggja niðurstöður könnunar skólastjórnenda varðandi það hvort fjölga eigi dögum skólasels. Fræðslunefnd óskar eftir að sveitarstjórn fari yfir niðurstöður könnunarinnar og segi til um hvort fjölga eigi dögum skólasels. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafa skólaselið óbreytt.

 
b)     107. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 23. mars 2016.

Mál nr. 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 107. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 23. mars 2016. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 13: 1603004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-26.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. mars 2016.

c)      Fundargerð 35. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.,                  23. mars 2016.

Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 35. fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., dags. 23. mars 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Fjárhagsáætlun.
Fyrir liggur tillaga að fjárhagsáætlun fjárhagsársins 2016 fyrir sameinað embætti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Mál nr. 2: Samþykktir.
Fyrir liggur tillaga að samþykktum fyrir sameinað embætti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykktir.

d)     Fundargerð 1. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 22. janúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 2. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 24. febrúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 3. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 30. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 176. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 4. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 24. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 14. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.    Niðurfærsla á viðskiptakröfum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að kröfur að fjárhæð kr. 3.423.013,- fáist ekki greiddar sökum aldurs, gjaldþrota eða annarra ástæðna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirfarandi kröfur verði felldar niður og teknar út úr bókhaldi sveitarfélagsins vegna ársins 2015;

Fasteignagjöld að fjárhæð kr. 104.752,-

Fjallskil að fjárhæð kr. 18.196,-

Mötuneytisgjöld að fjárhæð kr. 4.465,-

Útleiga á Félagsheimilinu Borg að fjárhæð kr. 103.010,-

Hitaveita að fjárhæð kr. 167.130,-

Leiðrétting á viðskiptamönnum að fjárhæð kr. -94.817,-

Gatnagerðargjöld að fjárhæð kr. 830.848,-

Malbik á heimreiðar að fjárhæð kr. 2.289.429,-

 
4.    Félagsheimilið Borg, kostnaðaráætlun.
Fyrir liggur kostnaðaráætlun að fjárhæð kr. 4.393.000,- í að skipta um glugga á efri hæð félagsheimilisins. Íbúð félagsheimilisins er tóm og þarfnast töluverðs viðhaldshalds. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara í umrædda framkvæmd áður en íbúðin verður leigð út.

 
5.        Samstarfssamningur um umsjón á sameiginlegu seyrusvæði Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Fyrir liggur samstarfssamningur um umsjón á sameiginlegu seyrusvæði Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Staðsetning svæðisins er við Flúðir og umsjón verkefnisins verður í höndum Hrunamannahrepps. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.

 
6.        Náms- og starfsráðgjafi í Uppsveitum og Flóa.
Fyrir liggur tillaga frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um að sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppur ráði saman náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Kostnaðarhlutur Grímsnes- og Grafningshrepps er áætlaður 410.950 kr. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráðinn verði sameiginlegur náms- og starfsráðgjafi.

 
7.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kiðjabergi, Kambar 118, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 17. mars 2015  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Kiðjabergi, Kambar 118, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
8.    Tölvupóstur frá Unnari Má Magnússyni vegna álagningar fasteignaskatts á sumarhús.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Unnari Má Magnússyni, dags. 20. mars 2016 þar sem óskað er eftir leiðréttingu á álagningu fasteignaskatts á sumarhús í B-Götu 7 í Norðurkoti. Í erindinu eru borin saman fasteignagjöld af fasteign í B-Götu 7 í Norðurkotslandi við fasteign í Reykjanesbæ. Álagningarprósenta Grímsnes- og Grafningshrepps er lægri en álagningarprósenta Reykjanesbæjar og því er það fasteignamat eignanna sem gert er af Þjóðskrá Ísland sem veldur þessum mun. Möguleiki er að óska eftir endurmati á eigninni hjá Þjóðskrá Íslands.

 
9.        Tölvupóstur frá Guðrúnu Tryggvadóttur framkvæmdastjóra náttúrunnar.is vegna endurvinnslukorts fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðrúnu Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra náttúrunnar.is, dags. 24. mars 2016 þar sem óskað er eftir umræðum um Endurvinnslukort fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
10.    Bréf frá Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. vegna endurskoðunar aðalskipulags Flóahrepps 2015-2028.
Fyrir liggur bréf frá Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., dagsett 23. mars 2016  þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á verkefnislýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Flóahrepps. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.

  
11.    Bréf frá Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. vegna endurskoðunar aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027.
Fyrir liggur bréf frá Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., dagsett 23. mars 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 
12.    Bréf frá Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi og umhverfisskýrslu Hellisheiðarvirkjunar.
Fyrir liggur bréf frá Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss, dagsett 22. febrúar 2016 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi og umhverfisskýrslu Hellisheiðarvirkjunar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 
13.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
14.    Samtök orkusveitarfélaga, ársreikningur og ársskýrsla 2015.
Fyrir liggur ársreikningur og ársskýrsla 2015 Samtaka orkusveitarfélaga. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi ársskýrslu og ársreikning.

 
15.    Sorphirða í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð, útboðs- og verklýsing.
Fyrir liggja útboðsgögn vegna sameiginlegs útboðs í sorphirðu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Lagt fram til kynningar.

 
16.    Háskóli Íslands á Laugarvatni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps harmar þá niðurstöðu Háskólaráðs að hætta kennslu á íþróttafræðasviði á Laugarvatni eftir árið 2017. Sveitarstjórn hvetur til þess að skoðaðir verði möguleikar á eflingu háskólanáms á Suðurlandi á sem víðustum grunni.

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  506. stjórnarfundar 04.03 2016.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 837. stjórnarfundar, 18.03 2016.
Bréf frá Ungmennaráði UMFÍ með ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2016.
Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, dagsett 18. mars 2016 vegna stöðuskýrslu um ört vaxandi umfang sjúkraflutninga á Suðurlandi árin 2011-2015, ásamt stöðuskýrslunni.
-Skýrslan liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?