Fara í efni

Sveitarstjórn

401. fundur 07. desember 2016 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Harðar Óla Guðmundssonar
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. nóvember 2016.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. nóvember 2016 liggur frammi á fundinum.

  
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 39. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð kjörstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð kjörstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. október 2016.
Lögð fram fundargerð kjörstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 29. október 2016. Í Grímsnes- og Grafningshreppi greiddu alls 264 atkvæði í nýafstöðnum kosningum til Alþingis, þann 29. október s.l. Á kjörstað mættu alls 207 manns þar af 109 karlar og 98 konur. Utankjörfundaratkvæði voru 57. Á kjörskrá voru 328 aðilar, 180 karlar og 148 konur og því er kjörsókn í sveitarfélaginu 80,5%. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 122. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 24. nóvember 2016.

Mál nr. 1, 2, 3, 4, 15 og 17 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 122. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 24. nóvember 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

  
Mál nr. 1: 1501013 - Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða nr. 1-40 við Ásabraut og Lokastíg 1-10 úr landi Ásgarðs. Tillaga var grenndarkynnt með bréfi dags. 4. október og gefinn frestur til 1. nóvember til að koma með athugasemdir. Eitt athugasemdarbréf barst og varðar afmörkun Ásabrautar 17 og 19. Þá liggur fyrir umsögn skipulagsráðgjafa um innkomna athugasemd í bréfi, dags. 17. nóvember 2016. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 2: 1611047 - Kóngsvegur 21 lnr 169352, Kóngsvegur 21A lnr 220186 og Farbraut 5 lnr 169393: Breytt deiliskipulag: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn eigenda Kóngsvegar 21a úr landi Norðurkots um breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem m.a. felst í að byggingarreitur á hluta lóðarinnar verði í 5 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Einnig er gert ráð fyrir að stærð og afmörkun lóðanna Kóngsvegur 21 og 21a og Farbraut 5 breytist lítillega. Einnig er lagt fram bréf, dags. 29. október 2016 með rökstuðningi fyrir breytingunni auk tillögu að breytingaruppdrætti. Sveitarstjórn hafnar breytingunni þar sem hún er í ósamræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægð mannvirkja frá lóðarmörkum í frístundabyggð. Hægt er að sækja um undanþágu frá ákvæðum reglugerðarinnar en almennt er miðað við að sækja eingöngu um undanþágu þegar erfitt er eða ómögulegt að byggja án undanþágu. Það á ekki við í þessu tilviki þar sem byggingarreiturinn er stór.

Mál nr. 3: 1602016 - Bíldsfell 6 land 5 lnr. 220399: Frístundasvæði: Deiliskipulag.
Fyrir liggur lagfærð tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóða á spildu úr landi Bíldsfells, land sem heitir Bíldsfell 6 land 5. Tillagan var auglýst 1. september 2016 með athugasemdafresti til 14. október 2016. Nokkrar athugasemdir bárust sem að meginefni varða vegtengingu við spildur sunnan við deiliskipulagssvæðið og var afgreiðslu málsins frestað á fundi sveitarstjórnar þann 9. nóvember 2016. Nú er tillagan lögð fram að nýju með þeirri breytingu að vegur innan skipulagssvæðis tengist núverandi slóða. Þar sem deiliskipulagið hefur ekki áhrif á aðgengi að lóðum sunnan deiliskipulagssvæðisins samþykkir sveitarstjórn samhljóða deiliskipulagið með ofangreindri breytingu.

Mál nr. 4: 1611048 - Arnarbæli 1 168227: Grímsnesi: Afmörkun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Grétars Ottó Róbertssonar, dags. 16. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir staðfestingu á hnitsettri afmörkun jarðarinnar Arnarbæli 1. Í fasteignaskrá er jörðin án stærðar en skv. lóðablaði er hún 417,5 ha. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun jarðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á lóðarmörkum auk þess sem koma þarf fram kvöð um aðgengi eigenda Arnarbælis 2 að sínu landi.

Mál nr. 15: 1611050 - Rangárþing Ytra: Vindrafstöðvar: Aðalskipulagsbreyting: Umsagnarbeiðni.
Lögð fram til umsagnar lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Rangárþings Ytra sem varðar afmörkun iðnaðarsvæðis á um 193 ha svæði norðan Þykkvabæjar. Fyrirhugað er að reisa allt að 13 vindrafstöðvar sem samtals gætu verið 45 MW. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu, en áskilur sé rétt til að koma með athugasemdir við málið á síðari stigum þegar nákvæmari gögn um áhrif framkvæmdanna liggja fyrir, sérstaklega hvað varðar sjónræn áhrif og skuggavarp.

Mál nr. 17: 1611003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-42.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. nóvember 2016.  

e)      Fundargerð 17. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 2. nóvember 2016.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 17. fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 2. nóvember 2016.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Gjaldskrá fyrir árið 2017.
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá ársins 2017 fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

f)       Fundargerð 18. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 22. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 11. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 22. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 23. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 18. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.    Fjárhagsáætlun 2017-2020, seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 er tekin til lokaafgreiðslu. Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld                                                 75.044

Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld                        56.950                     

Handbært fé frá rekstri A-hluti                                                                          126.008

Handbært fé frá rekstri samstæðu                                                                     128.685

 
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals 86,7 millj. kr.  Helstu liðir í fjárfestingu eru í eignasjóði, vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu.  Ekki er gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga né sölu eigna.

 
Einnig liggur fyrir 3ja ára fjárhagsáætlun og eru helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

                                                2018                         2019                            2020

Tekjur                                 877.414                   882.158                      887.375

Gjöld                                 760.823                    758.808                      761.495

Fjármagnsgjöld                   53.447                      43.609                          35.908

Rekstrarafgangur                           63.144                        79.741                          89.973

Eignir                             1.637.982                  1.680.821                     1.741.856

 

  
Skuldir                              937.973                     901.071                        872.133

Eigið fé                            700.009                      779.750                       869.723

Fjárfestingar (nettó)          56.000                        71.000                         92.000

 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2017 og framlagða 3ja ára áætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2018-2020.

 
4.    Viðauki við áætlun 2016.
Fyrir liggur útfærsla á viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016. Viðaukinn felur í sér útgjaldaauka í rekstri að fjárhæð kr. 11 millj. og í fjárfestingum að fjárhæð kr. 37,4 millj. Þessum útgjaldaauka er mætt með sölu eigna að fjárhæð kr. 11 millj., lækkun á handbæru fé minni rekstrarafgangi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

 
5.        Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna samstafsverkefnisins „Bændur græða landið“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins til verkefnisins „Bændur græða landið“. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 30.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
6.        Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla að fjárhæð kr. 30.000 vegna jólaballs þann 20. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
7.        Beiðni um styrk frá Klúbbnum Strók.
Fyrir liggur beiðni  um styrk frá Klúbbnum Strók að fjárhæð kr. 100 á hvern íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
8.        Beiðni um styrk frá Aflinu vegna reksturs samtakanna.
Fyrir liggur beiðni  um styrk frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi til reksturs samtakanna. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 
9.        Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Fyrir liggja drög að sameiginlegum reglum fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um sérstakan húsnæðisstuðning. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

 
10.    Starfsstöð náms- og starfsráðgjafa.
Fyrir liggur bréf frá skólastjórum Þjórsárskóla, Kerhólsskóla, Flúðaskóla og Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni, dagsett 21. nóvember 2016 þar sem lýst er yfir ánægju með ráðningu sameiginlegs náms- og starfsráðgjafa. Jafnframt eru sveitarfélögin sem standa að ráðningunni hvött til að endurskoða ákvörðun sína um starfsstöð náms- og starfsráðgjafans. Sveitarstjórn felur oddvita / sveitarstjóra að ræða málið á næsta fundi NOS.

  
11.    Fjárfesting í búnaði fyrir Fjölbrautarskóla Suðurlands vegna nýbyggingar við verknámshúsið.
Fyrir liggur tölvupóstur frá fagstjóra verklegra framkvæmda hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 3. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir staðfestingu á framlagi sveitarfélaganna á árinu 2017 í búnaði fyrir FSU. Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti að Héraðsnefnd Árnesinga án Árborgar greiði 15,2 millj. til búnaðarkaupa hjá FSU.

 
12.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Vesturbrúnum 4, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 22. nóvember 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Vesturbrúnum 4, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

  

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  514. stjórnarfundar 25.11 2016.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 844. stjórnarfundar, 25.11 2016.
Fundargerð 178. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 14. nóvember 2016.
Rauði borðinn, 38. tbl. 27. árg. 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?