Fara í efni

Sveitarstjórn

488. fundur 21. ágúst 2020 kl. 09:00 - 12:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)      Heilsueflandi samfélag.

b)      Leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna covid-19.

 

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 199. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. ágúst 2020.

            Mál nr. 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23 og 28 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 199. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 12. ágúst 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 15: 1910064 - Þóroddsstaðir L168295; Langirimi; Stækkun frístundasvæðis og samræming götu- og númerakerfis; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Langarima að Þóroddstöðum. Umsækjendur eru Bjarni Bjarnason og Freyja Rós Haraldsdóttir. Í breytingunni felst stækkun svæðisins og samræming götuheita og númerakerfis innan þess.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010 með fyrirvara um eftirfarandi lagfæringar á gögnum:

- Heitið Langirimi 60 er tvítekið innan skipulagsins.

- Byggingarreitur lóðar Langarima 6 er innan 50 metra byggingartakmörkunar frá Stangarlæk. Sveitarstjórn mælist til þess að byggingarreitur lóðarinnar verði felldur niður.

Bjarni Þorkelsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 16: 2007039 - Tjarnarlaut 6 L186649; Breytt stærð lóðar; Lóðarmál.

Lögð er fram umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 14. júlí 2020, um breytingu á skráningu lóðarinnar Tjarnarlaut 6 L186649 í landi Nesja. Lóðin er skráð 8.500 fm í fasteignaskrá en skv. hnitsettu mæliblaði mælist hún 7.010 og mun mismunurinn renna inn í upprunajörðina.

Með breytingunni er afmörkun lóðarinnar minnkuð frá gildandi deiliskipulagi sumarhúsasvæðis Nesjaskóga sunnan Hestvíkur þar sem gert er ráð fyrir að vatnsból og aðkomuvegur að Tjarnarlaut 5 verði ekki lengur innan lóðar nr. 6.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi og að hún fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum nærliggjandi lóða.

Mál nr. 17: 2007006 - Kerhraun 78 C L176787; Stækkun byggingarreits; Fyrirspurn.

Lögð er fram fyrirspurn vegna lóða Kerhraun C78 L176787 frá Sveini Óskari Þorsteinssyni. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir undanþágu frá takmörkunum vegna fjarlægðar frá læk og stækkunar á byggingarreit lóðarinnar.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða og umsækjanda er gert að fara að skilmálum deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.

Mál nr. 18: 2005052 - Neðra-Apavatn lóð L169296; Kaldavatnsborun; Framkvæmdaleyfi.

Lögð er fram athugasemd sem barst vegna grenndarkynningar á kaldavatnsborun á lóð Neðra-Apavatns L169296.

Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að fara fram á takmörkun á umferð um viðkomandi vegslóða sem framlögð athugasemd tekur til þangað til að lóðarhafar hafa leyst úr ágreiningi sín á milli er varðar staðsetningu vegarins. Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa fyrir staðsetningu vegarins vegna útgáfu byggingarleyfis á lóðinni. Sveitarstjórn telur ekki að umferð tækja til vatnsborunar um veginn hafi óafturkræf áhrif á svæðinu umfram það rask sem nú þegar hefur orðið vegna veglagningarinnar sjálfrar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita framkvæmdaleyfi fyrir kaldavatnsborun innan lóðar. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.

Mál nr. 19: 1910010 - Tjarnarhólar; Útivistar og göngusvæði; Deiliskipulag.

Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna Tjarnhóla eftir kynningu. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir uppbyggingu svæðisins í þágu ferðamanna með gerð bílastæða, göngustíga, gerð upplýsingaskilta og byggingu tveggja þjónustuhúsa. Aðkoma að svæðinu er um núverandi gatnamót Vaðness og Snæfoksstaða frá Biskupstungnabraut. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma tillögunnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst grundvelli 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Mál nr. 20: 1709092 - Heiðarbrún 2-10 í landi Bjarnastaða 1: Landbúnaðarsvæði með lögbýlisrétti: Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn um breytingu á aðalskipulagi að Heiðarbrún 2-10 í landi Bjarnastaða 1 í Grímsnesi. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins er breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi og að málið fái málsmeðferð í samræmi við 30. gr. skipulagslaga. Jafnframt að lýsing og tillaga aðalskipulagsbreytingar verði kynnt og leitað umsagnar frá viðeigandi umsagnaraðilum.

Mál nr. 21: 1602040 - Klausturhólar 10 lnr. 168962: Breyting frístundasvæðis í landbúnaðarsvæði: Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram beiðni um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Í breytingunni felst að lóðinni Klausturhólum 10 innan frístundasvæðis F24C verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Óskað er eftir því að viðkomandi breyting fá málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 22: 2007051 - Vaðstígur 1 L227910, 3 L227911 og 5 L227912; Land Kringlu II; Breyting úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram beiðni um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Í breytingunni felst að 5,5 ha svæði á jörðinni Kringlu 2 er breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Óskað er eftir því að viðkomandi breyting fá málsmeðferð á grundvelli 2.mgr.36.gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi og að málið fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Tillaga verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og niðurstaða sveitarstjórnar auglýst með fyrirvara um uppfærð gögn. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að tiltaka sérstaklega að heimilt sé að stofna lögbýli innan lóðanna.

Mál nr. 23: 2004062 - Sogsvegur 18 L169548; Norðurkot; Skipting lands; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram beiðni frá Helga Birgissyni lögmanni fh. dánarbús hjónanna Áka Guðna Granz og Guðlaugar Svanfríðar Karvelsdóttur og erfingja þeirra er varðar tilögu að deiliskipulagsbreytingu Norðurkots unnin af Mannvit verkfræðistofu. Tillagan er í samræmi við fyrirliggjandi samning landeigenda er varðar skiptingu landsins.

Sveitarstjórn gerir athugasemd við skilgreiningu byggingarreita á uppdrætti og felur skipulagsfulltrúa að hafa samskipti við hönnuð varðandi athugasemdir áður en málið verður auglýst. Afgreiðslu málsins frestað.

Mál nr. 28: 2006004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20-124.

Grímsnes- og Grafningshreppur - Almenn mál

Kerhraun C 96 (L173006); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús - 2005106

Erindið sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur sent inn lagfærð gögn. Fyrir liggur umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar fyrir hönd Valentina Simkiene, móttekin 28.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 110,9 m2 og gestahús 39,7 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 96 (L173006) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Miðheiðarvegur 14 (L169415); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús - baðhús - 2006049

Fyrir liggur umsókn Ríkharðs Sigmundssonar fyrir hönd Knarrarós ehf., móttekin 16.06.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja gesthús/baðhús 40 m2 á sumarbústaðalandinu Miðheiðarvegur 14 (L169415) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.  Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.

Kjarrengi 1 (L190884); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi – 2006054

Fyrir liggur umsókn Guðbjörns Þorsteinssonar, móttekin 15.06.2020 um takmarkað byggingarleyfi, til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðum sumarbústaði 113,2 m2 á sumarbústaðalandinu Kjarrengi (L190884) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.

Vaðstígur 3 (L227911); umsókn um byggingarleyfi; gestahús - 2006074

Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Kringluhof ehf., móttekin 24.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 40 m2 á sumarbústaðalandinu Vaðstígur 3 (L227911) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Villingavatn (L170963); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - 2004023

Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Fyrir liggur umsókn Rúnars Inga Guðjónssonar fyrir hönd Krystian Jerzy Sadowski og Alicja Brygida Sadowski, móttekin 07.04.2020 um niðurrif á sumarbústaði 46 m2, byggingarár 1973 og byggja nýjan sumarbústað með svefnlofti að hluta 140 m2 á sumarbústaðalandinu Villingavatn (L170963) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Giljatunga 18 (L216345); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - 2006070

Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Gests Ó. Auðunssonar, móttekin 24.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 113 m2 á sumarbústaðalandinu Giljatunga 18 (L216345) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Giljatunga 34 (L213513); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - 2006034

Fyrir liggur umsókn Jóhanns Þ. Rúnarssonar, móttekin 11.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 150 m2 á sumarbústaðalandinu Giljatunga 34 (L213513) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Heiðarbraut 16A (L168459); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - 2006078

Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Ragnheiðar Á. Haraldsdóttur, móttekin 24.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 69 m2 á sumarbústaðalandinu Heiðarbraut 16A (L168459) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Þverholtsvegur 18 (L199206); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - 2006036

Fyrir liggur umsókn Axels R. Överby fyrir hönd Sókrates Verktakar ehf., móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 25,5 m2 á sumarbústaðalandinu Þverholtsvegur 18 (L199206) Í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.

Hrauntröð 14 (L224557); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla - 2006037

Fyrir liggur umsókn Svövu Bjarkar Hjaltalín Jónsdóttur fyrir hönd Hrundar Grétarsdóttur, móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 130 m2 og geymslu 19,7 m2 á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 14 (L224557) Í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði og geymslu verður 149,7 m2.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 b)     Fundargerð 43. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 20. júlí 2020.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 1. fundar um svæðisskipulag Suðurhálendis, 30. júní 2020.

Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 1. fundargerð um svæðisskipulag Suðurhálendis, dagsett 30. júní 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Afmörkun skipulagssvæðisins.

Til að hægt verði að vinna áfram að svæðisskipulagi Suðurhálendis þarf sveitarstjórn að ákveða afmörkun skipulagssvæðisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að miða við þjóðlendulínu.

 d)     Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, 7. júlí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, 30. júlí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Samstarfssamningur við Hjálparsveitina Tintron.

Fyrir liggja drög að samstarfssamning við Hjálparsveitina Tintron. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur oddvita  að skrifa undir samninginn.

 3.  Viðauki við fjárhagsáætlun 2020.

Fyrir liggur útfærsla á viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 vegna ýmissa breytinga sem liggur fyrir að þurfi að gera. Með viðaukanum minnkar hagnaður A og B hluta ársins 2020 um 54,8 milljónir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila.

 4.  Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggur verk- og kostnaðaráætlun frá Eflu verkfræðistofu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita samning, sem kemur í stað eldri samnings við Pétur H. Jónsson.

 5.  Kvöð um forkaupsrétt.

Fyrir liggur afsalssamningur milli hlutaðeigandi aðila um Tjaldafell, Höfuðból (fastanúmer 222-4967) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í lóðarleigusamningi,  dags. 4. mars 2002 er kveðið á um að Grímsneshreppur eigi forkaupsrétt að eigninni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti lóðarinnar og veitir sveitarstjóra, Ingibjörgu Harðardóttir fulla heimild til að tilkynna það sýslumanni fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

6.  Ályktun um malbikun á síðasta kafla Grafningsvegar í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Á sama tíma og sveitarstjórn þakkar fyrir að nánast allur Grafningsvegur hafi verið malbikaður skorar hún á Vegagerðina að klára þá 1.200 metra sem eftir eru af Grafningsveginum niður að Ýrufossi en með þeirri framkvæmd verður allur hringurinn í kringum Þingvallavatn orðinn malbikaður. Jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á mikilvægi þess að leysa reiðvegamálin á þessu svæði.

 7.  Félagsheimilið Borg.

Síðustu ár hefur Kerhólsskóli leigt Félagsheimilið Borg sem mötuneyti bæði fyrir leik- og grunnskóla. Samhliða því hefur félagsheimilið síðan verið leigt út á kvöldin og um helgar og svo á sumrin hefur félagsheimilið einna helst verið leigt út um helgar. Þetta hafa stundum verið útleigur í bara einn dag í viku, stundum ekkert í margar vikur og örsjaldan meira en tvo daga í röð. Síðustu ár hefur útleigan heldur minnkað og á þessu ári hefur orðið hrun í útleigu á félagsheimilinu og telur sveitarstjórn sérstakar aðstæður í samfélaginu eiga þar stóran þátt. Engu að síður hafa þær aðstæður orðið til þess að fyrirkomulag á útleigu á Félagsheimilinu Borg var tekið til skoðunar og ljóst er að nauðsynlegt er að draga úr rekstrarkostnaði hússins. Niðurstaða sveitarstjórnar er sú að  húsið verði tekið úr útleigu á almennum markaði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Hluti máls er bókaður í trúnaðarmálabók.

 8.  Úrskurður umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 33/2020, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. apríl um að hafna erindi kæranda um að breyta skráningu á sumarhúsi í íbúðarhús.

Fyrir liggur úrskurður umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 33/2020, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. apríl um að hafna erindi kæranda um að breyta skráningu á sumarhúsi í íbúðarhús. Lagt fram til kynningar.

 9.  Bréf frá lögmanni Félags sumarhúsaeigenda í Oddsholti vegna gjaldtöku vatnsgjalda.

Fyrir liggur bréf frá Braga Björnssyni lögmanni Félags sumarhúsaeigenda í Oddsholti, dagsett 25. júlí 2020, þar sem sett er fram krafa um að Grímsnes- og Grafningshreppur láti af ólögmætri gjaldtöku vatnsgjalda og endurgreiði oftekin gjöld af félagsmönnum í Félagi sumarhúsaeigenda í Oddsholti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fallast ekki á kröfurnar þar sem hún telur að úrskurður ráðuneytisins sé haldinn viðamiklum annmörkum. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og að bera málið undir dómstóla með vísan í 1. mgr. 117. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 10.  Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Fyrir liggur beiðni frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir barn í grunnskóladeild Kerhólsskóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvist með fyrirvara um að greidd verði sú stuðningsþjónusta sem Kerhólsskóli telur að barnið þurfi.

 11.  Tölvupóstur frá Birki Birgissyni framkvæmdarstjóra golfklúbbs Kiðjabergs.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Birki Birgissyni framkvæmdarstjóra golfklúbbs Kiðjabergs, dagsett 11. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu við framkvæmdir við golfskálann. Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða.

 12.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til sölu gistingar í flokki IV hótel frá ION Hotel, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 15. júlí 2020 um umsögn vegna leyfis til sölu gistingar í flokki IV hótel frá ION Hotel í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 13.  Aðalfundur Vottunarstofu Túns 2020.

Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður 26. ágúst í Reykjavík. Lagt fram til kynningar.

 14.  Ungt fólk og lýðræði 2020.

Fyrir liggur bréf frá Ástþóri Jóni Ragnheiðarsyni formanni Ungmennaráðs UMFÍ, dagsett 17. ágúst 2020 þar sem tilkynnt er að ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verði haldin í Héraðsskólanum á Laugarvatni dagana 16.-18. september n.k. Lagt fram til kynningar.

 15.  Önnur mál.

a)             Heilsueflandi samfélag.

Fyrir liggja drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp í verkefninu Heilsueflandi samfélagi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

b)             Leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna covid-19.

Fyrir liggja leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna covid-19. Leiðbeiningarnar lagðar fram ásamt minnisblaði oddvita sem fjallskilanefnd hefur þegar fengið í hendurnar. Sveitarstjórn áréttar ábyrgð sína á afréttamálum og beinir því til bænda að fara eftir leiðbeiningum og tilmælum í minnisblaðinu. Brot á sóttvarnarreglum geta varðað fjársektum.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?