Fara í efni

Sveitarstjórn

490. fundur 16. september 2020 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.  Fundargerðir

a)      Fundargerð 6. fundar veitunefndar, 27. ágúst 2020.

Lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 201. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 9. september 2020.

            Mál nr. 11, 12, 13. 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 201. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 9. september 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 11: 2008076 - Hlíð L170821; Hamra- og Geitahlíð; Ný staðföng innan skipulags.

Lögð er fram umsókn Kára Jónssonar, dags. 18. ágúst 2020, um samþykki á nýjum staðföngum tveggja aðkomuvega innan deiliskipulags frístundasvæðis í landi Hlíðar L170821 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða tvær götur sem á meðfylgjandi lóðablaði eru merktar sem gata A og gata B. Óskað er eftir því að gata A fái nafnið Hamrahlíð og að gata B fái nafnið Geitahlíð. Deiliskipulagið og lóðablaðið gerir ráð fyrir að númer lóðanna séu þannig að oddatölur séu hægra megin og sléttar tölur vinstra megin. Fyrir liggur rökstuðningur landeiganda á nöfnunum með bréfi dags. 17. ágúst 2020.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsótt gatnaheiti. Mælst er til þess að númerum lóðanna verði breytt þannig að oddatölur séu vinstra megin og sléttar tölur hægra megin götu, sem er almenn regla við skráningu staðfanga þar sem um einfalda götumynd er að ræða.

Mál nr. 12: 2008070 - Kiðjaberg lóð 110 L198885; Stækkun byggingarreits; Fyrirspurn.

Lögð er fram umsókn frá Gesti Jónassyni vegna breytinga á deiliskipulagi að Kiðjabergi 110. Í umsókninni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar vegna fyrirhugðarar stækkunar á bústað innan lóðar. Með stækkun byggingarreits verður hann í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum aðliggjandi lóðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar með fyrirvara um uppfærð gögn. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu lóðarhöfum og landeigendum.

Mál nr. 13: 2008012 - Hallkelshólar lóð 113 (L198346); sótt er um bílgeymslu.

Fyrir liggur umsókn Guðmundar A. Adolfssonar, móttekin 10.08.2020 um að byggja bílageymslu 35,5 m2 á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 113 (L198346) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Mælst er til þess að skipulagsfulltrúi geri tillögu að skipulagsskilmálum fyrir svæðið.

Mál nr. 14: 2006012 - Gilvegur 3 L194826; Ormsstaðir; Breyting á byggingarskilmálum; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi vegna sumarhúsabyggðar í landi Ormsstaða eftir auglýsingu. Í breytingunni fólst breyting á heimildum er varðar byggingarefni, stærð sumarbústaða, mænishæðar, þakhalla útihúsa og byggingarreita. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma þar sem gerð er athugasemd við aukið byggingarmagn og hæð bygginga á lóðum innan deiliskipulagssvæðisins í heild þar sem að það muni hafa áhrif á útsýni frá lóð þess aðila sem skilaði athugasemdum við málið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að byggingarheimildir sbr. deiliskipulagsbreytingu verði minnkaðar með það að markmiði að koma til móts við athugasemdir. Innan skipulagssvæðis hefur verið byggt umfram byggingarheimildir deiliskipulag m.a. innan lóðar athugasemdaaðila auk þess sem farið hefur verið umfram heimildir er varðar þakhalla.

Sveitarstjórn mælist til þess að eftirfarandi breytingar verði gerðar: Nýtingarhlutfall lóða innan skipulagssvæðis verði 0,03. Byggingarefni: Sumarbústaðir skulu gerðir út timbri, stáli eða öðru léttu byggingarefni. Stærð sumarhúsa: Hámarksstærð sumarhúsa innan skipulagssvæðis skal vera 140 fm. Mænishæð frá jörðu: skal ekki vera meiri en 5,5 m. Þakhalli: má vera 2-60°. Aðrar byggingar: Heimilt er að reisa auka hús á lóð allt að 40 fm. Byggingarreitir: eru sýndir á uppdrætti. Heimilt er að reisa eitt sumarhús ásamt einu aukahúsi innan byggingarreits.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að breytingin verði auglýst með fyrirvara um lagfærð gögn og að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda ef engar athugasemdir berast.

Mál nr. 15: 2008036 - Kaldárhöfði lóð (L168932); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Gunnars Guðnasonar fyrir hönd Björns Gunnlaugssonar og Stefáns H. Jónssonar, móttekin 13.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 35,4 m2 á sumarbústaðalandinu Kaldárhöfða lóð (L168932) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarbústaði verður 81,7 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 16: 2008049 - Öndverðarnes 2 lóð (L170121) ; umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaðir.

Fyrir liggur umsókn Óla S. Laxdal með umboð eiganda, dagsett 12.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja tvo sumarbústaði 24,9 m2 á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð (L170121) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu þar til gögn vegna afmörkunar viðkomandi lóðar liggja fyrir.

Mál nr. 17:  2008091 - Grýluhraun 1, 3 og 5; Farborgir; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Jóni Erni Stefánssyni og Hildi Sigrúnu Guðmundsdóttir vegna breytinga á deiliskipulagi að Farborgum. Í breytingunni felst sameining lóða í samræmi við umsókn og bréf dags. 10. ágúst 2020.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða. Í skilmálum aðalskipulags er ekki gert ráð fyrir uppskiptingu lóða innan þegar byggðra sumarhúsasvæða, en í sameiningu viðkomandi lóða felst uppskipting á lóð 3.

Mál nr. 18: 2008051 - Farbraut 11 L169453 og 13 L169470; Norðurkot; Breyting á byggingarreitum; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Grími Þ. Valdimarssyni er varðar breytta legu byggingarreita á milli lóða Farbrautar 11 og 13. Málið var áður tekið fyrir á 200. fundi skipulagsnefndar þar sem því var hafnað. Lagt fram að nýju með móttrökum hönnuða sem bárust í tölvupósti ásamt uppfærðum uppdrætti.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða. Rök málsaðila eru ekki talin eiga við út frá skilmálum skipulagsreglugerðar.

Mál nr. 19: 2003014 - Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar fyrir Torfastaði. Í breytingunni felst að skilgreint er frístundasvæði innan jarðarinnar Torfastaða 1 á um 25 ha. svæði vestan við Álftavatn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 20: 2009017 - Grímsnes- og Grafningshreppur; Breytt skilgreining smábýla; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshrepps vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst breyting á stefnumörkun aðalskipulags er varðar smábýli. Samkvæmt greinargerð teljast smábýli vera íbúðarsvæði. Eftir breytingu teljast smábýli vera innan landbúnaðarsvæðis.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi og að unnin verði lýsing aðalskipulagsbreytingar til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 21: 2009016 - Borg í Grímsnesi; Land sveitarfélags norðan Biskupstungnabrautar; Þéttbýli; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshrepp vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Breytingin tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 26: 2008004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20 – 126.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. september 2020.

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál.

Kerhraun 30 (L168905); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Jóns D. Ásgeirssonar, móttekin 31.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 168,4 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun 30 (L168905) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Kerhraun B 120 (L208907); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu.

Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Þorvalds H. Jónssonar, móttekin 10.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta og áfastri geymslu 73,1 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 120 (L208907) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Kerhraun B 138 (L208924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Jóhannesar Þórðarsonar fyrir hönd B.Ó. smiðir ehf., móttekin 10.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnloft að hluta 134,5 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 138 (L208924) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Lyngborgir 10 (L225689); umsókn um byggingarleyfi; geymsla.

Fyrir liggur umsókn Kára Eiríkssonar fyrir hönd Sjafnar Jóhannesdóttur, móttekin 26.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja kalda bogageymslu 45 m2 á sumarbústaðalandinu Lyngborgir 10 (L225689) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Umsókn um byggingarleyfi er synjað þar sem umsóknin er ekki í samræmi við gildandi skipulagsskilmála svæðisins. Aukahús mega að hámarki vera 40 m2 og þakhalli húsa skal vera á bilinu 0-45 gráður.

Borgarleynir 5 (L198603); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Tryggva Tryggvasonar fyrir hönd Valdimars Helgasonar og Jórunnar L. Sveinsdóttur, móttekin 18.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta 93,3 m2 á sumarbústaðalandinu Borgarleynir 5 (L198603) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Þverholtsvegur 18 (L199206); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Axels R. Överby fyrir hönd Sókrates Verktakar ehf., móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 25,5 m2 á sumarbústaðalandinu Þverholtsvegur 18 (L199206) Í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð og ekki hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið.

Hlíðarhólsbraut 12 (L229602); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Mirela Radu, móttekin 24.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 151 m2 á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 12 (L229602) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Hlíðarhólsbraut 17 (L230455); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Ögmundar Á. Reykdals og Valgerðar Aðalsteinsdóttur, móttekin 26.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 149,5 m2 á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 17 (L230455) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Heiðarimi 11 (L168997); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Önnu M. Hauksdóttur fyrir hönd Guðmundar Jóhannessonar og Evu Þ. Ingólfsdóttur, móttekin 17.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 85,2 m2 á sumarbústaðalandinu Heiðarimi 11 (L168997) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 124,2 m2.

Umsókn er synjað þar sem byggingin fer út fyrir byggingarreit.

Heiðarimi 28 (L169016); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Jóhanns Sveinssonar, móttekin 18.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 135 m2 á sumarbústaðlandinu Heiðarimi 28 (L169016) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 Stangarbraut 14 (L202428); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Guðmundar Gunnarssonar fyrir hönd Eyjólfs Baldurssonar, móttekin 18.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 189,2 m2 á sumarbústaðalandinu Stangarbraut 14 (L202428) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Lyngbrekka 2 (L207032); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd LL3 ehf., móttekin 26.08.2020 um byggingarleyfi til að flytja sumarbústað 51,7 m2 frá Munaðarnesi á sumarbústaðalandið Lyngbrekka 2 (L207032) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Samþykkt.

Háahlíð 21 (207722); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Erindi sett að nýju fyrir fund með breyttum aðalteikningum. Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Óla Þ. Harðarsonar, móttekin 26.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 102,6 m2 á sumarbústaðalandinu Háahlíð 21 (L207722) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Neðan-Sogsvegur 4 (L169505) verður Neðan-Sogsvegur 4c; umsókn takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi.

Fyrir liggur umsókn Arnars S. Ingólfssonar, móttekin 25.08.2020 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir sumarbústað á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegar 4 (L169505) sem verður Neðan-Sogsvegur 4c í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.

Þórsstígur 26 (L178484); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús.

Fyrir liggur umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Guðrúnar Jóhannesdóttur, móttekin 13.08.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að flytja gestahús 20 m2 frá Akranesi á sumarbústaðalandið Þórsstígur 26 (L178484) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.

Kaldárhöfði lóð (L168932); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Gunnars Guðnasonar fyrir hönd Björns Gunnlaugssonar og Stefáns H. Jónssonar, móttekin 13.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 35,4 m2 á sumarbústaðalandinu Kaldárhöfða lóð (L168932) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarbústaði verður 81,7 m2.

Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Herjólfsstígur 1 (L202494); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti.

Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Sóleyjar Stefánsdóttur, móttekin 27.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta 105,6 m2 á sumarbústaðalandinu Herjólfsstígur 1 (L202494) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 Öndverðarnes 2 lóð (L170121) ; umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaðir.

Fyrir liggur umsókn Óla S. Laxdal með umboð eiganda, dagsett 12.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja tvo sumarbústaði 24,9 m2 á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð (L170121) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Baulurimi 39 (L168998); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Jóns F. Matthíassonar fyrir hönd Steinlaugar Högnadóttur og Karls J. Unnarssonar, móttekin 31.08.2020 um byggingarleyfi til að flytja sumarbústað 46,5 m2 frá Villingavatni að Baulurima 39 (L168998) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Samþykkt.

Kerhraun B 141 (L209947); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Halldórs I. Hannessonar fyrir hönd Brian R. Schalk, móttekin 21.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 113,1 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 141 (L209947) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir verða sendar á hönnuð.

 c)      Fundargerð frá fundi Oddvitanefndar UTU, 26. ágúst 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð 295. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 31. ágúst 2020.

      Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 42. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 4. september 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 6. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 9. september 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 8. fundar bygginganefndar Búðarstígs 22, 9. september 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. ágúst 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð aðalfundar Vottunarstofunar Túns ehf, 26. ágúst 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.  Lýðheilsu- og tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps.

Lagt er til að hámarksupphæð styrks verði hækkuð úr 40.000 kr. á ári í 50.000 á ári.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi hækkun.

3.  Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.

Fyrir liggja tvær umsóknir starfsmanna Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennslufræðum. Umsóknir eru í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við annarri umsókninni en hafna hinni á grundvelli þess að hún uppfyllir ekki skilyrði sveitarstjórnar.

4.  Staða fjárhagsáætlunar.

Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2020 eftir fyrstu átta mánuði ársins.

5.  Bréf frá Margréti Rúnarsdóttur, formanni FLUMM (Félags lóðareigenda í Undirhlíð í landi Minna Mosfells), vegna heimilissorpsgáma í frístundahúsahverfum.

Fyrir liggur bréf frá Margréti Rúnarsdóttur, formanni Félags lóðareigenda í Undirhlíð í landi Minna Mosfells, þar sem þeirri ákvörðun sveitarfélagsins að fjarlægja heimilissorpsgáma úr frístundahúsahverfum sveitarfélagsins frá og með miðjum september er mótmælt með þeim rökum að ákvörðunin brjóti gegn Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 1366 frá 20 desember 2019. Í 4. gr. samþykktarinnar segir að söfnun frá frístundahúsnæði og atvinnuhúsnæði fari fram að höfðu samráði við eigendur, umráðamenn eða hagsmunasamtök.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

6.  Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins fyrir árið 2021.

Fyrir liggur bréf dagsett 19. ágúst 2020 frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs samtakanna.

Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

7.  Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga vegna ársþings SASS og aðalfunda Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.

Fyrir liggur bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 7. septbember 2020 þar sem greint er frá því hvar og hvenær Ársþings SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands verður. Ársþingin verða á Stacta Hotel á Hellu, dagana 29. og 30. október n.k. Sveitarfélagið á tvo fulltrúa á þinginu, en öllum sveitarstjórnarmönnum er heimilt að sækja þingið. Fulltrúar Grímsnes- og Grafningshrepps verða Ása Valdís Árnadóttir og Björn Kristinn Pálmarsson.

8.  Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2020.

Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldin dagana 1. og 2. október n.k. Ráðstefnan verður með breyttu sniði í ljósi aðstæðna og verður hún alfarið á netinu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fimm fulltrúar úr sveitarstjórn eigi kost á að sitja ráðstefnuna.

9.  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir gögnum um úrgangsmál í tengslum við mat á kostnaðaráhrifum vegna fyrirhugaðs frumvarps.

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. september 2020, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélög svari rafrænni könnun um úrgangsmál vegna kostnaðarmats á fyrirhuguðu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Sveitarstjóra / oddvita falið að svara umræddri könnun.

10.  Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar.

Lögð er fram til kynningar skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.  

11.  Niðurstöður könnunar á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga á stafrænni stöðu sveitarfélaga árið 2020.

Lögð er fram skýrsla um niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga, sem unnin var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

12.  Birt til umsagnar frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum á sviði jarðamála nr. 186/2020.

Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum á sviði jarðamála nr. 186/2020.

Lagt fram til kynningar.

13.  Bréf frá IOGT á Íslandi þar sem kynntur er bæklingur 2.0 um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Fyrir liggur bréf dagsett 24. ágúst 2020 frá IOGT á Íslandi þar sem kynntur er bæklingur um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni síðunnar?