Fara í efni

Sveitarstjórn

215. fundur 07. febrúar 2008 kl. 09:00 - 12:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgerisson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Aðalskipulagsbreyting vegna iðnaðarsvæðis í landi Hallkels- og Klausturhóla.

b) Aðalskipulagsbreyting vegna þéttbýlisins á Borg.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. janúar 2008 liggur frammi á fundinum

2. Fundargerðir.
a) 1. fundur bygginganefndar uppsveita Árnessýslu, 29.01.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

b) 45. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 30.01.2008.
Varðandi lið nr. 15 er hún samþykkt með þeirri breytingu að hún taki einnig til lóðar nr. 2 við Hraunbraut í samræmi við breytingu á aðalskipulagi. Ingvar Ingvarsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Varðandi lið 18 þá situr Hildur Magnúsdóttir hjá við afgreiðslu málsins. Varðandi lið 22 frestar sveitarstjórn afgreiðslu málsins. Varðandi lið 23 gerir sveitarstjórn athugasemdir við að hægt sé að sækja verkefni í Suðurlandsskóga án þess að vera með skráð lögheimili á lögbýlinu. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti samhljóða.

c) Fundargerð Leik- og grunnskólaráðs, 30.01.2008.
Drög að fundargerðinni lögð fram.

d) 98. fundur félagsmálanefndar, 21.01.2008.
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu fundargerðarinnar og óskar eftir skilgreiningu á kostnaði vegna samþykktar nefndarinnar á ferðaþjónustu.

e) Fundargerð skólalóðarnefndar, 16.01.2008.
Fundargerðin lögð fram. Kynnt hugmynd að bílastæðum á Borg. Sigurður Jónsson gerir athugasemd við fjarlægð vegar frá bílastæði.

f) Fundargerð oddvita uppsveita Árnessýslu, 30.01.2008.
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá vegna byggingarleyfisgjalda. Þá samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi tilboð vegna kaupa loftmyndagrunns fyrir sveitarfélagið af Loftmyndum ehf.

3. Umsögn um frumvörp til nýrra leik- og grunnskólalaga.
Umsögn um frumvörp til nýrra leik- og grunnskólalaga er lögð fram sem send hefur verið nefnarsviði alþingis.

4. Umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun.
Lögð er fram beiðni samgöngunefndar alþingis um umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

5. Raforkusamningur við Orkusöluna
Lagður er fram raforkusamningur við Orkusöluna. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samning við Orkusöluna um raforkukaup.

6. Efnistökuáætlun vegna námu sveitarfélagsins í Seyðishólum.
Lögð er fram tillaga VGK-Hönnunar að efnistökuáætlun vegna námu sveitarfélagsins í Seyðishólum. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að efnistökuáætlun með fyrirvörum um að settar verði inn í hana núverandi vegtengingar í norður og suðurhluta námunnar og að samráð verði haft um vegtengingar við Vegagerðina vegna breyttrar legu Búrfellsvegar.

7. Beiðni um endurnýjun á samningum um veiði í minnkasíur.
Lögð er fram beiðni Reynis Bergsveinssonar um endurnýjun á samningum um veiði í minnkasíur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar að taka ákvörðun um þáttöku í verkefninu þar til fyrir liggur um hvort núverandi samstarfsaðilar taki einnig þátt í því.

8. Ólafsvíkuryfirlýsing vegna Staðardagskrá.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málisins.

9. Gjaldskrár í Íþróttamiðstöðina á Borg og félagsheimili.
Lagðar eru fram gjaldskrár í Íþróttamiðstöðina á Borg og félagsheimili. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár með þeirri breytingu að gjaldfrjálst verði í sund fyrir börn á aldrinum 0-12 ára.

10. Kaup á líkamsræktartækjum í Íþróttamiðstöðina á Borg.
Sveitarstjórn samþykkir að kaupa líkamsræktartæki í Íþróttamiðstöðina á Borg skv. fyrirliggjandi tilboði frá Hreysti ehf að fjárhæð kr. 1.730.000 og að gert verði ráð fyrir þeirri fjárhæð í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

11. Aðsókn í íþróttamiðstöðina á Borg.
Lagðar eru fram upplýsingar um aðsókn í íþróttamiðstöðina á Borg vegna ársins 2007. Fram kemur að sundlaugargestir á árinu voru rúmlega 26. þúsund manns.

12. Skipulagsmál í Kiðjabergi.
Lagt fram bréf Ívars Pálssonar, hdl., fyrir hönd Þórdísar Tómasdóttur og Þórs Ingólfssonar, þar sem krafa er gerð um að sumarhús á lóðum nr. 109 og 112 að Kiðjabergi verði fjarlægð með vísan til 2. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Þar sem krafa þessi beinist að hagsmunum og eignarréttindum eigenda viðkomandi sumarhúsa telur sveitarstjórn rétt að leitað verði eftir athugasemdum þeirra gagnvart umræddri kröfu áður en hún tekur ákvörðun. Lögmanni sveitarfélagsins er falið að kynna eigendum sumarhúsa á lóðum nr. 109 og 112 umrædda kröfu og óska eftir athugasemdum þeirra sem og kynna bréfritara þessa afgreiðslu.

13. Framlenging á samningi um sorplosun.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja núverandi samning við Gámaþjónustuna um sorplosun í sveitarfélaginu um eitt ár.

14. Skipan varamanns í almannavarnarnefnd Árborgar og nágrennis.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Sigurð Jónsson varamann í almannavarnarnefnd Árborgar og nágrennis.

15. Umsókn um styrk vegna heimagæslu.
Lögð er fram umsókn um styrk vegna heimagæslu barna undir 18 mánaða aldri. Sveitarstjórn bendir á þær reglur sem nú eru í gildi varðandi leikskólavist í Leikskólann Kátaborg þar sem leikskólastjóra er heimilt að taka inn börn frá 12 mánaða aldri skv. mati leikskólastjóra. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við leikskólastjóra að athuga með möguleika á aðkomu sveitarfélagsins á styrk til foreldra vegna heimagæslu barna á aldrinum 12-18 mánaða og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. Gunnar Þorgeirsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

16. Fulltrúar á aukaaðalfund SASS og AÞS.
Sveitarstjórn samþykkir að fela þeim Ingvari Ingvarssyni og Gunnari Þorgeirssyni að vera fulltrúar sveitarfélagsins á aukaaðalfundi SASS og AÞS þann 15. febrúar nk og til vara verði Jón G. Valgeirsson og Hildur Magnúsdóttir.

17. Önnur mál.
a) Aðalskipulagsbreyting vegna iðnaðarsvæðis í landi Hallkels- og Klausturhóla.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepp 2002-2014 í landi Hallkelshóla vegna Orkuveitu Reykjavíkur frá því í september 2007 varðandi ósk þeirra um að breyta aðalskipulagi í landi Hallkelshóla og Klausturhóla á þann veg að afmarkað verði um 2,3 ha iðnðarsvæði undir fyrirhugaða og núverandi borholur. Málið var áður tekið fyrir í sveitarstjórn 20.09.2007. Fyrir liggur að rannsóknarholur falla ekki undir lög um umhverfismat áætlana. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir iðnaðarsvæði í landi Hallkelshóla norðan við Kerlingarhól þar sem fyrirhugað er að bora tvær allt að 2000 m rannsóknarborholur. Auk breytingarinnar liggur fyrir greinargerð Orkuveitu Reykjavíkur dags. janúar 2008 um fyrirhugaðar borholur. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari gögnum.

b)Aðalskipulagsbreyting vegna þéttbýlisins á Borg.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. Í breytingunni felst að svæði sem nær yfir lóðir 2-10 við Hraunbraut breytist úr athafnasvæði í blandaða landnotkun athafnasvæðis og íbúðarsvæðis. Ástæða breytingarinnar er að gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa íbúðarhús á lóðunum auk bygginga sem tengjast athafnasvæði lóðanna. Sveitastjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. Skipulags- og byggingarlaga. Ingvar Ingvarsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.

18. Til kynningar
a) Fundargerð undirbúningsfundar um gámasvæði í Seyðishólum, dags. 18.01.2008.
b) Fundargerð Þristsins, félags sumarhúsaeiganda í A, B og C-götu vegna fundar með sveitarstjóra, dags. 18.01.2008.
c) Bréf frá Jöfnunarsjóði um uppgjör framlaga vegna 2007, dags. 31.12.2007.
d) Fréttabréf vegna Rangárbakka, hestamiðstöðvar Suðurlands ehf.
e) Greinargerð Óskars Sigurðssonar hrl til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála f) vegna kæru sumarbústaðaeiganda í Oddsholti.
f) Bréf Menntamálaráðuneytisins vegna úttektar á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla, 10.01.2008.
g) SASS. Fundargerð 410 stjórnarfundar.
h) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 101. stjórnarfundar.
i) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 105. stjórnarfundar.
j) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 271. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?