Fara í efni

Samráðshópur um málefni aldraðra

1. fundur 09. desember 2022 kl. 13:00 - 14:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Sigríður Kolbrún Oddsdóttir
  • Sigríður Birna Guðjónsdóttir
  • Guðrún Margrét Njálsdóttir
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir heilsu- og tómstundafulltrúi
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðrún Ása Kristleifsdóttir starfsmaður ráðsins.

1. Kynning og umræða um nefndina og hlutverk hennar

2. Dagskrá eldri borgara
Margar hugmyndir að verkefnum fyrir eldri borgara þar sem markmiðið er aðallega að stuðla að bættri líkamlegri og félagslegri heilsu.

  • Fleiri snjalltækjanámskeið – fámennari og sértækari.
  • Jólahlaðborð
  • Líkamleg virkni
    • Gönguhópur einu sinni í mánuði á mismunandi stöðum, kaffi á eftir
      • Spurning með leiðtoga
    • Slitgigtarskólinn stendur fyrir sínu
    • Jóga
    • Sundleikfimi
    • Ákveða fasta tíma í þreksal og sundi sem eldri borgara mega nota á morgnanna.
  • Félagsleg virkni
    • Bingó
    • Félagsvist
    • Auglýsa handverkskvöldin á bókasafninu betur
    • Upplestrarkvöld
  • Dagsferð – sögur úr sveitinni með heimamönnum
  • Leikhúsferð

3. Félag eldri borgara
Ekki búa til félag en reyna að efla Facebook hópinn sem er til nú þegar.

4. Áhugasviðskönnun
Guðrún Ása býr til könnun sem er tilbúin á næsta fundi og fer svo inn á FB hóp eldri borgara og jafnvel til fólks með tölvupósti.Spurning um að skipta með sér eldri borgurum, hringja í alla og tryggja að við fáum netföngin þeirra.

5. Eldri borgarar í sveitarfélaginu taki að sér skikka/rjóður í Yndisskóginum til að rækta upp sinna.
Þarf að tala við Skógræktarfélagið, Guðrún Ása talar við skógræktina.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 14:00

Næsti fundur föstudaginn 6. janúar kl. 13:00

Getum við bætt efni síðunnar?