Fara í efni

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa

Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með um 80 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk.  Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt og útikennslu, list- og verkgreinar. Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan hlut kynja í störfum hjá sveitarfélaginu. Allir starfsmenn skólans sem eru í 100% vinnu fá tvær hreyfistundir á viku í vinnutíma.

 Um er að ræða 50 -100% stöður sem getur skiptist í að vera stuðningsfulltrúi

 ca. 50 - 70% og leiðbeinandi í frístund ca. 30%.

  • Stuðningsfulltrúi starfar í nánu samstarfi við umsjónarkennara og sérkennara.
  • Leiðbeinandi í frístund vinnur eftir leiðsögn yfirmanns frístundar.

 Vænst er af umsækjendum:

  • Góðrar færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi, faglegs metnaðar og ábyrgðar
  • Sjálfstæði og skipulagðra vinnubragða
  • Sveigjanleika og góðrar færni í samskiptum.
  • Góðrar íslenskukunnáttu
  • Framtakssemi og jákvæðni.
  • Vilja til að gera góðan skóla betri.


Æskilegt að að umsækjandi geti byrjað sem fyrst

 Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð

 Umsóknarfrestur  er til 30. janúar 2020

Nánari upplýsingar gefur Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri í síma 480-5520, 863-0463. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til skólastjóra jonabjorg@kerholsskoli.is

Síðast uppfært 13. janúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?