Fara í efni

Æskulýðskrossinn við Úlfljótsvatn

Krossinn fyrir ofan kirkjuna á Úlfljótsvatni var fluttur til landsins árið 1989 og notaður við guðþjónustu Jóhannesar Páls páfa II á Landakotstúni það ár. Krossinn er smíðaður í Póllandi og blessaður af páfa.

Páfinn gaf íslenskri æsku krossinn að athöfn lokinni og var ákveðið að reisa hann á Úlfljótsvatni þar sem mikið æskulýðsstarf er á svæðinu, bæði skátastarf og aðrir hópar sem heimsækja staðinn.

Krossinn er níu metra hár og staðsettur þannig að hann sé aðgengilegur fólki á öllum aldri þó að ekki sé hægt að keyra að honum.

Hér eru ýmsar upplýsingar um starfsemin á Úlfljótsvatni.

Síðast uppfært 6. október 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?